is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9289

Titill: 
  • Skilyrði í samrunamálum og önnur úrræði til verndar virkri samkeppni
  • Titill er á ensku Conditions in mergers and acquisitions and other remedies to protect effective competition
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarefni ritgerðarinnar eru þær heimildir sem samkeppnisyfirvöld hafa til að setja skilyrði og fyrirmæli til verndar virkri samkeppni. Gerð er grein fyrir heimildum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að grípa til úrræða og eru þær heimildir bornar saman við úrræði íslenskra samkeppnisyfirvalda. Meginefni ritgerðarinnar er könnun á því hvers konar skilyrði hafa verið talin duga í framkvæmd til að vernda virka samkeppni og hefur höfundur sett fram greiningu á skilyrðum í samrunamálum. Sérstaklega er fjallað um mál sem lúta að yfirtökum fjármálastofnana á fyrirtækjum en þeim hefur fjölgað gríðarlega frá efnahagshruninu árið 2008. Þá er fjallað um úrræði sem samkeppnisyfirvöld hafa til þess að setja skilyrði eða fyrirmæli í öðrum málum, svo sem heimild til þess að kveða á um fjárhagslegan aðskilnað og skilyrði sem sett hafa verið þegar veittar eru undanþágur frá bannreglum samkeppnislaga. Samkeppnisyfirvöld hafa einnig heimild til þess að grípa til úrræða til breytinga á skipulagi og atferli þegar um er að ræða brot á bannreglum samkeppnislaga og er fjallað um þau skilyrði sem sett hafa verið í þeim málaflokki. Að lokum er gerð grein fyrir nýjustu breytingu á samkeppnislögum sem samþykkt var með lögum nr. 14/2011.
    Helstu niðurstöður af flokkun skilyrðanna eru þær að í samrunamálum virðist vera tilhneiging af hálfu samkeppnisyfirvalda til þess að beita atferlisskilyrðum í meira mæli en framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert, en þar er byggt á því að skipulagsbreytingar henti betur til leiðréttingar á skaðlegum áhrifum samruna á samkeppni. Skilyrði sem lúta að atferlisbreytingum eru einnig algengari en skipulagsbreytingar þegar kemur að íhlutun vegna brota á bannreglum samkeppnislaga. Mikilvægt er að skilyrði séu sniðin að aðstæðum hverju sinni og að orðalag þeirra sé með þeim hætti að þau verndi í raun virka samkeppni.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis will research the sources which competition authorities have to impose remedies to protect effective competition. The powers of the European Commission to take measures will be examined and compared to the remedies of Icelandic competition authorities. The main focus will be on researching what kind of conditions and remedies have been considered sufficient in practice to protect effective competition and the author has presented an analysis of conditions in merger cases. Special focus will be given to acquisitions of companies by finance companies, which have grown enormously from the economic collapse in 2008. The resources of competition authorities to impose conditions in other cases will be examined, such as regarding financial separation or granted exemptions from Competition Rules. The competition authorities also have authority to take measures to change the structure and behavior of companies in the case of violation of prohibition provisions of Competition Rules and the conditions set in that field will be discussed. Finally the latest amendments of the Icelandic Competition Act will be discussed, which were approved by law no. 14/2011.
    The main results of the analysis of conditions are that Icelandic competition authorities have a tendency to apply behavioral conditions to a greater extent than the European Commission has done, which bases its practice on the notion that structural changes are more appropriate to correct the harmful effects of mergers on competition. Conditions pertaining to behavioral changes are also more common than structural when it comes to intervention for violations of the Competition Rules. When it comes to setting conditions it is important that they are tailored to circumstances, and that their wording is such that they actually protect effective competition.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skilyrdi_i_samrunamalum_ML_2011.pdf26.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna