ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniLandbúnaðarháskóli Íslands>Umhverfisdeild>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9291

Titill

Sjómannagarðurinn í Ólafsvík: endurhönnun út frá sögu garðsins og sjósóknar í bænum

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Verkefnið fjallar um endurhönnun á Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Markmiðið með verkefninu er að endurhanna garðinn út frá sögu hans og sjósóknar í bænum. Í upphafi var tekin fyrir saga Ólafsvíkur og saga og þróun garðsins en litlar upplýsingar eru til um hann. Með hjálp fjölda viðtala, vettvangsferða og loftmynda var varpað ljósi á þróun og sögu garðsins í máli og myndum. Margar greiningar voru gerðar á núverandi mynd Sjómannagarðsins til þess að fá betri sýn á ástand hans. Greiningar voru meðal annars gerðar á gróðurfari, veðurfari, halla og sjónlínum. SVÓT og Kevin Lynch greiningum var einnig beitt. Íslenskir almenningsgarðar og erlendir sjómannagarðar voru skoðaðir og uppbygging þeirra og notkun borin saman við Sjómannagarðinn í Ólafsvík. Út frá greiningunum, sögunni og skoðun annarra garða komu fram ákveðnar hönnunarniðurstöður sem notaðar voru sem forsendur við endurhönnun garðsins. Hönnunin er sett fram með greinagerð, teikningu og þrívíddarmyndum.

Samþykkt
21.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Valgerður Hlín_Lok... .pdf40,6MBOpinn  PDF Skoða/Opna