ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9296

Titill

Uppeldismiðuð hönnun og smíði : til stuðnings grunnskólanemendum með hegðunarfrávik og námserfiðleika

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Hagnýting námsgreinarinnar hönnun og smíði til stuðnings grunnskólanemendum með hegðunarfrávik og námserfiðleika getur stuðlað að því að nemendur sem að öllu jöfnu eru utanveltu í almennu skólakerfi eigi meiri möguleika á að finna eitthvað við sitt hæfi innan menntakerfisins.
Í ritgerðinni er fjallað um uppeldismiðaða hönnun og smíði og hvernig hægt er að nýta hana til að styðja við grunnskólanemendur með hegðunarfrávik og námserfiðleika. Einnig er fjallað um eðli hegðunar og námserfiðleika og hvernig hægt er að koma til móts nemendur sem eiga við þessa örðugleika að stríða.
Fjallað er um fræðimenn er tengjast kennslufræði list- og verkgreina í skólastarfi eins og brautryðjendurna Jón Þórarinsson, Pestalozzi, Steiner og fleiri sem og kenningar þeirra. Allir eiga þeir það sameiginlegt að í kenningum þeirra er talið að iðkun list- og verkgreina sé þroskavænleg námsleið í almennu skólastarfi.
Einnig voru tekin viðtöl við list- og verkgreinakennara og nokkra sálfræðinga. Þeir voru spurðir um gildi list- og verkgreina til að styðja við námsárangur nemenda með hegðunar- og námserfiðleika.
Að lokum lýsir höfundur niðurstöðu sinni sem felur í sér að hönnun og smíði hafi góð áhrif á nemendur með hegðunar- og námserfiðleika og að æskilegt sé að auka þessa kennslu til að nýta áhugasvið nemenda sem glíma við þess konar erfiðleika.

Samþykkt
21.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
3 ritgerð.pdf345KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna