is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/929

Titill: 
  • Stefnumótun og markaðsáætlanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um stefnumótun og markaðsáætlun ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi.
    Markmiðið er að skoða hvort íslensk ferðaþjónustufyrirtæki noti almennt fræðin í rekstri sínum, það er að segja stefnumótunar- og markaðsfræði.
    Unnið er útfrá eftirfarandi rannsóknarspurningu:
    „ Móta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sér formlega stefnu og gera þau skriflega markaðsáætlun?“
    Í verkefninu var reynt að finna út með rannsókn hvort svo sé.
    Í rannsókninni var reynt að finna tengsl á milli notkunar á stefnumótunar- og markaðsáætlunum og menntun stjórnenda, kynjahlutfalli þeirra og staðsetningar fyrirtækjanna.
    Tekið var úrtak úr Handbók Ferðamálastofu og þar valin 32 fyrirtæki úr öllum rekstrareiningum. Reynt var að hafa jafnvægi milli fyrirtækja með stærð og staðsetningu í huga. Rannsóknin fór fram símleiðis 13. til 24. febrúar 2006. Svörunin var 85% sem er talið mjög gott.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að háskólamenntun framkvæmdastjóra væri ábótavant og þá vantar sérstaklega menntun úr fræðum ferðaþjónustunnar. Það leiddi af sér að fagleg þekking í stefnumótunar- og markaðsfræðum voru ekki næg.
    Lykilorð:
     Stefnumótun
     Markaðsáætlun
     Menntun
     Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
     Ferðaþjónusta

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stefnumotunferda.pdf702.25 kBOpinnStefnumótun og markaðsáætlanir íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja - heildPDFSkoða/Opna