is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9300

Titill: 
  • Misskilin mannúð - meðhöndlun réttarkerfisins á brotakonum
  • Titill er á ensku Misunderstood humanitarianism – treatment of female offenders in the justice system
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eru allir þegnar þjóðfélagsins jafnir fyrir lögum? Getur sá sem brotlegur hefur gerst við lög gengið að því vísu að fulltrúar ákæru- og dómsvalds gæti að jafnræði þeirra brotlegu við meðferð mála?
    Í þessari ritgerð er grennslast fyrir um það hvort réttarkerfið taki með ólíkum hætti á brotakonum og brotakörlum. Jafnrétti borgaranna er algjör grundvallarþáttur í réttarríkinu og því skal hér reynt að varpa ljósi á það hvort mismunun eigi sér stað milli kynja í réttarkerfinu og ef svo er, hvernig hún birtist.
    Í fyrri hluta ritgerðar er fjallað um hlutverk ákæruvalds, tilgang refsinga og það hvernig ákvarðanir um refsingar eru teknar. Seinni hlutinn inniheldur rannsóknir er höfundur framkvæmdi á málum er sættu ákærumeðferð hjá ákæruvaldinu á árunum 2006 – 2010 og á dómsniðurstöðum áranna 2005 – 2010. Ákvarðanir um málalok voru rannsakaðar auk þess sem leitað var skýringa hjá starfsfólki réttarkerfisins, dómurum, lögmönnum og fulltrúum ákæruvalds á þeim mismun sem rannsóknin leiddi í ljós. Einnig er í ritgerðinni fjallað um erlendar rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið á mismunandi meðferð réttarkerfis á brotakonum og brotakörlum.
    Það að segja að konur fremji síður afbrot og því sé það óvenjulegra er alveg rétt. Það sýna tölulegar upplýsingar um fremjendur afbrota. En það þýðir ekki að stilla málinu þannig upp að konur fremji ekki afbrot. Þær fremja afbrot og það þarf að takast á við þær konur sem slíkt gera rétt eins og þá karla sem það gera. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að brotakonur fá annars konar meðhöndlun réttarkerfisins en brotakarlar. Svo virðist sem þeir sem starfa innan réttarkerfisins geri sér grein fyrir þeim mismun og er í lok ritgerðarinnar velt vöngum yfir því hvort líta megi svo á að verið sé að brjóta á rétti brotakvenna til að vera teknar alvarlega sem slíkar.

  • Útdráttur er á ensku

    Are all members of society equal before the law? Can one who has violated the law, be guaranteed that the representatives of prosecution and the judiciary will guard the equality of offenders in proceedings?
    The equality of citizens is fundamental in law and justice. This essay examines whether the legal system differentiates between female offenders and male offenders, and if so, how.
    The former part of the thesis discusses the role of the prosecution, the purpose of punishment and the process leading to decisions about punishment. The latter part contains the author’s research conducted on matters prosecuted by the prosecution in the years 2006-2010 and judicial decisions made in the years 2005-2010. Judicial decisions were investigated, and officers of the legal system, judges, lawyers and prosecution teams were questioned about the differences the research demonstrated. Furthermore, the thesis covers foreign surveys on the differential treatment legal systems give to male and female offenders.
    Women commit fewer crimes than men. This is easily verifiable by means of statistics on perpetrators of crimes. But it does not mean that women do not commit crimes. They do commit crimes and they have to be dealt with just as men who commit crime are dealt with. The result of the research shows that female offenders receive different treatment within the justice system than their male counterparts. It appears that those working within the justice system are aware of the differences in the treatment, and the last part of the thesis speculates on whether it can be said that the rights of female offenders to be taken seriously are being infringed on.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9300


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Misskilin mannúð.pdf831.03 kBLokaðurHeildartextiPDF