is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9305

Titill: 
  • Samspil ákvæða 206. gr. hgl. um vændi og 227. gr. a hgl. um mansal
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um samspil ákvæða 206. gr. um vændi og 227. gr. a um mansal almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hugtök ákvæðanna og orðalag er skilgreint, þau borin saman og kannað hvernig beitingu þeirra er háttað í framkvæmd. Við skýringu ákvæðanna er stuðst við alþjóðlega samninga, íslenska og norræna dómaframkvæmd.
    Helstu niðurstöður eru þær að beiting ákvæðanna í framkvæmd er nokkuð snúin og mörk þeirra óljós. Ekki virðist ljóst hvort ákæra skuli bæði fyrir mansal og hagnýtingu vændis, eða einungis mansal, þegar einstaklingur hefur verið fluttur milli landa með tilteknum hætti og hagnýttur í vændi. Dómaframkvæmd sýnir að litið er á hagnýtingu vændis skv. 206. gr. sem kynferðislega misnotkun manns í skilningi 1. tl. 1. mgr. 227. gr. a og mætti því færa fram sannfærandi rök um að óþarfi sé að ákæra fyrir brot á báðum ákvæðunum. Hér á landi og í Danmörku hefur báðum ákvæðunum engu að síður verið beitt í slíkum tilfellum.
    Nokkur áhersla var lögð á að skýra hina nýju verknaðaraðferð 227. gr. a um hagnýtingu bágrar stöðu með hliðsjón af bágri stöðu vændiskvenna. Skýring Evrópuráðsins á verknaðaraðferðinni er fremur víðtæk og virðist þar af leiðandi hægt að fella innflutning vændiskvenna undir verknaðaraðferðina og heimfæra háttsemi geranda í slíkum tilvikum undir 227. gr. a um mansal. Þetta er þó háð mati á aðstæðum í hverju máli fyrir sig.
    Þá var skoðað samspil 1. tl. 1. mgr. 227. gr. a og 5. mgr. 206. gr. hgl. þar sem bæði ákvæðin fjalla um þann verknað að flytja mann úr landi eða til landsins í kynferðislegum tilgangi. Markmiðið var að varpa ljósi á hvort þörf væri á báðum ákvæðunum í hegningarlögunum. Óvarlegt er að fullyrða að 5. mgr. 206. gr. hgl. sé óþörf, en aftur á móti virðist sem verknaður samkvæmt ákvæðinu geti fallið undir önnur ákvæði 206. gr. eða 227. gr. hgl.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ritgerð_KDS.pdf727.8 kBLokaðurHeildartextiPDF