is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9327

Titill: 
  • Réttindi einstaklinga í umhverfismálum á grunvelli Mannréttindasáttmála Evrópu
  • Titill er á ensku The rights of the individual in environmental cases under the European Convention of Human Rights
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Réttindi einstaklinga í umhverfismálum eru talin felast í alþjóðlegum mannréttindasamningum, ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu og íslenskum landsrétti.
    Álitaefni ritgerðarinnar er hvort í gildi eru viðurkennd umhverfisréttindi að þjóðarétti sem geti talist virk mannréttindi og kalla megi umhverfismannréttindi. Í ritgerðinni er í fyrsta lagi farið yfir þróun umhverfisréttar í alþjóðlegu samhengi og sögulega tilurð umhverfistengdra mannréttinda. Umhverfisréttur hefur þróast hratt vegna aðsteðjandi umhverfisvanda sem þekkir engin landamæri.
    Söguleg skoðun á umhverfisrétti varpar ljósi á þróunarhátt alþjóðalaga og þeim lagalegu takmörkunum sem fengin réttindi eru háð.
    Niðurstaða kafla um umhverfisrétt í alþjóðlegu samhengi er að teknu tilliti til þeirra vandamála sem við er að etja frá
    sjónarhorni umhverfismála að það geti talist meiriháttar afrek miðað við lagalegar takmarkanir þjóðréttarsamninga að tekist hafi aðkoma ávirkum alþjóðlegum lagareglum um málaflokkinn.
    Í öðru lagi er farið yfir dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í kærumálum sem varða réttindi einstaklinga í umhverfismálum samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Þegar MDE skal ákvarða hvort ríki hafi í umhverfismálum gerst brotleg við réttindi einstaklinga skv. ákvæðum MSE, kemur oftast til skoðunar samhengið milli 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, 8. gr. MSE um friðhelgi einkalífs og fjölskyldu, 1. gr. viðauka nr. 1 við MSE um friðhelgi eignarréttar og 14. gr. MSE um bann við mismunun.
    Oftast kemur 8. gr. MSE til skoðunar þegar réttarstaða einstaklinga í umhverfismálum kemur til skoðunar dómstólsins.
    Af dómaframkvæmd MDE má ráða að réttarvernd 8. gr. MSE er háð takmörkunum á gildissviði MSE því við gerð sáttmálans voru umhverfismál ekki ofarlega í hugum manna. Túlkun MDE á 8. gr. MSE er þröng og veitir því ákvæðið einstaklingum líklega mest réttaröryggi og vernd sem öryggisákvæði þegar um beina umhverfisvá er að ræða.
    Í þriðja og síðasta lagi er farið yfir dómaframkvæmd MDE í kærumálum einstaklinga sem varða réttindi fatlaðra skv. ákvæðum 14. gr. MSE og 1. gr. gr. 12. samningsviðauka MSE um mismunun. Umfjöllun um réttindi fatlaðra tekur mið af sáttmála SÞ um réttindi fatlaðra frá 2006 (SRF). Af aðlögun umhverfis að þörfum fatlaðra getur getur hlotist umhverfis- og samfélagslegur ábati, s.s. skjólbetra og vist- og mannvænna umhverfi.
    Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðra tekur mið af réttindum sem þegar eru fengin í alþjóðlegum sáttmálum en slík aðferðafræði í alþjóðasamningum á erindi í umfjöllun um umhverfismál í víðum skilningi.

  • Útdráttur er á ensku

    The rights of the individual in environmental cases are protected by international human rights conventions, by the European Convention of Human Rights provisions, and by Icelandic law. The issue at hand is whether environmental rights adopted by International law constitute active human rights that apply as environmental human rights.
    This thesis covers firstly the development of international environmental law, human rights and environmental human rights. Environmental law has evolved fast due to the trans boundary impact, effect and hazards of environmental issues where no countries are excluded. Historical retrospect of environmental law is a key to an understanding of how international law are developed and the limitations to the protection of the adopted international laws.
    The chapter on international environmental law concludes that taken into account the severe environmental issues at hand, it can be said that it is an major achievement of international cooperation to have been able to adopt effective rules of law in the environmental field, under the limitations of international law.
    This thesis covers secondly the European Courts of Human Rights' case law (ECHR), regarding the rights of the individual in environmental cases under the European Convention of Human Rights.
    In the context of environmental cases and states breaches of the rights of individuals, Article 6 (the right to a fair trial in civil and criminal cases), Article 8 (protection of private and family life), Article 1 of Protocol 1 (right to property) and Article 14 (freedom of discrimination) of the Convention mostly apply, alone or in conjunction. Article 8 applies in the majority of cases before the ECHR on the rights of the individual in environmental cases. The scope of Article 8 limits the protection applied. Case law shows that the scope of protection has evolved towards a broader protection.
    Thirdly and lastly this thesis covers ECHR's case law on the protection of the rights of individuals with disabilities, in environmental context where the question of protection under Article 14 in conjunction with Article 8 can arise in various situations. The chapter takes into account the application and the legal methodology of the UN Convention on the Rights of Persons with Disabilities, which came into force in 2008.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tryggvi Tryggvason ML 2011.pdf792.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna