is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9333

Titill: 
  • Reglur OECD Módelsins um skattlagningu fastra atvinnustöðva í tengslum við Evrópusambandið
  • Titill er á ensku OECD Model rules on the taxation of Permanent Establishments in connection with the European Union
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla um hvernig skattlagningu fastra atvinnustöðva er háttað samkvæmt reglum OECD samningsfyrirmyndarinnar og samspil þessara reglna við reglur Evrópusambandsins. Farið er ítarlega yfir þann mun sem er á þessum tveimur kerfum til skattlagningar og hvernig þau vinna saman.
    Ríki þurfa ekki að sækja skattlagningarvald sitt í nein önnur ríki heldur hafa fullan sjálfsákvörðunarrétt til að hagræða sinni eigin skattlagningu. Ríkin ein geta takmarkað skattlagningarvald sitt til að mynda við gerð tvísköttunarsamninga. Við gerð tvísköttunarsamninga, þurfa aðildarríki Evrópusambandsins að huga að grunnreglum Evrópuréttar. Evrópréttarreglur fjalla ekki beint um skattlagningu en hefur áhrif þar sem skattar mega hvorki hindra né takmarka fjórfrelsi Evrópuréttar eða fela í sér mismunun.
    Flestir tvísköttunarsamningar eru gerðir eftir Samningsfyrirmynd Efnahags- og framfararstofnunarinnar (OECD) sem er ein sú útbreiddasta á alþjóðavettvangi.
    Samkvæmt samningsfyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunarinnar skal það ríki sem fasta atvinnustöðin er staðsett í, aðeins skattleggja þann hagnað sem rekja má til föstu atvinnustöðvarinnar eins og um aðskilið og sjálfstætt félag væri að ræða. Í meginatriðum er leitast við að láta fastar atvinnustöðvar njóta svipaðrar skattameðferðar og dótturfélög þar sem þessar tvær undirstofnanir teljast vera í sambærilegri aðstöðu. Mismunandi meðferð á skattlagningu fastrar atvinnustöðvar og dótturfélaga getur haft í för með sér brot á stofnsetningarrétti og falið í sér mismunun samkvæmt grunnreglum Evrópuréttar sem hindrar starfsemi innri markaðarins.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to view the taxation of permanent establishments according to the OECD Model Tax Convention and how it interacts with EU Law. These two tax systems are compared in the light of how they influence each other.
    Because of their sovereignty, States can decide their own taxing rights and tax rates. Only the States can limit their taxation right by for example concluding tax treaties. Member States of the European Union must take the fundamental principles of the European Union into account when concluding tax treaties. European Tax Law does not harmonize direct taxation but influences taxation as taxes may not abuse the Treaty Freedoms or be discriminatory.
    Most tax treaties are based on the OECD Model Tax Convention on Income and on Capital, which is one of the most used tax models on an international level.
    According to the OECD Model Tax Convention, the Contracting State where a permanent establishment is situated, may tax only the profits attributable to the permanent establishment, as if it were a separate and independent enterprise. Permanent establishments seem to enjoy the same tax treatment as resident subsidiaries where these second establishments are considered to be in comparable situations. Difference in tax treatment between permanent establishments and subsidiaries can lead to breach of the freedom of establishment and discrimination according to the fundamental principles of European Law and prevent the functioning of the Internal Market.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reglur OECD Módelsins um skattlagningu fastra atvinnustöðva í tengslum við Evrópusambandið ML.pdf525.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna