is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9349

Titill: 
  • Komdu út að leika og kanna : könnunaraðferðin notuð í útinámi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni okkar til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er fyrst og fremst útinám en einnig er könnunaraðferðin (e. project approach) og mikilvægi leiks í námi barna fléttað inn í og notað til að auðga verkefnið. Fyrri hluti ritgerðarinnar byggir á fræðilegum grunni þar sem helstu hugtök eru kynnt og sagt er frá þeim fræðimönnum sem settu fram kenningar um nám og þroska barna. Tekið var viðtal við leikskólakennara sem hefur mikla þekkingu og reynslu af útinámi til að dýpka skilning okkar á viðfangsefninu.
    Unnin var skýrsla með elstu börnum leikskólans Sólhvörf sem nefnd var Ég sjálfur og umhverfið mitt. Markmiðið með skýrslunni er að setja fram hugmynd um útinám sem getur nýst starfsfólki leikskóla við skipulagningu og framkvæmd útináms með börnum. Verkefnalýsingin sýnir jafnframt hvernig hægt er að tengja könnunaraðferðina og útinám saman og byggja upp skemmtilegt og þroskandi nám fyrir börn. Tilgangur útinámsins er að efla félagsþroska barna, sjálfræði, getu og þol. Með því að kanna og rannsaka umhverfi sitt öðlast börnin reynslu og læra að bera virðingu fyrir umhverfi sínu.

Samþykkt: 
  • 21.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Dóru og Hafdísar.pdf1.66 MBLokaðurHeildartextiPDF

Athugsemd: Hægt er að hafa samband við höfunda.