is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9359

Titill: 
  • Líknandi meðferð á íslenskum hjúkrunarheimilum: viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á íslenskum hjúkrunarheimilum til líknandi meðferðar og þekkingu þeirra með skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)á henni sem viðmið. Einnig að skoða skipulag og framkvæmd líknandi meðferðar á þeim hjúkrunarheimilum sem tóku þátt í rannsókninni. Níu hjúkrunarfræðingar á tveimur hjúkrunaheimilum og einni hjúkrunardeild fyrir aldraða sem var staðsett á sjúkrahúsi voru valdir til að taka þátt í rannsókninni. Það voru tekin níu viðtöl með hálfstöðluðum spurningum til að svara rannsóknarspurningunum. Gagnagreining rannsóknarinnar fólst í þáttagreiningu á þeim upplýsingum sem aflað var í viðtölunum. Skilgreining þátttakenda á líknandi meðferð var: vellíðan og góð verkja-og einkenna meðferð á síðustu dögum lífs í notalegu umhverfi. Þrjú meginþemu komu í ljós: skilningur, lífslok og áhrifaþættir á líknandi meðferð, stóð hvert þema fyrir nokkrum undirþemum. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að skortur væri á líknandi meðferð á hjúkrunarheimilum og framkvæmd meðferðarinnar fylgdi ekki viðurkenndum viðmiðunum um líknandi meðferð. Draga má þá ályktun af niðurstöðum að mikilvægt er að stuðla að því að aldraðir íbúar á hjúkrunarheimilum fái viðeigandi meðferð og að líknandi meðferð verði beitt um leið og staðfest er að íbúar hafa sjúkdóma sem þarfnast líknandi meðferðar. Til þess er nauðsynlegt að koma á skipulegri fræðslu um hvað líknandi meðferð er og hvenær henni skuli beitt sem valkosti í meðferð íbúa. áhjúkrunarheimilum.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9359


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líknandi meðferð á íslenskum hjúkrunarheimilum-viðhorf og þekking hjúkrunarfræðinga.pdf2.66 MBOpinnPDFSkoða/Opna