is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9362

Titill: 
  • Ávinningur af markvissum meðferðarsamræðum fyrir fjölskyldur einstaklinga með heilabilun sem búa heima
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einstaklingum með heilabilun fjölgar samfara hækkandi aldri þjóðarinnar og dvelja lengur heima nú en áður. Helstu umönnunaraðilar þessara einstaklinga eru fjölskyldur þeirra. Umönnunarbyrðin þyngist eftir því sem sjúkdómurinn ágerist en rannsóknir sýna að þörfum fjölskyldunnar fyrir stuðning er ekki mætt sem skyldi. Undanfarna áratugi hefur áhersla á fjölskylduhjúkrun verið vaxandi og þörf er á rannsóknum sem lúta að stuðningi hjúkrunarfræðinga við fjölskyldur sem annast veika ástvini heima.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing skiluðu fjölskyldum upplifun um stuðning og hvort tilfinningaleg birtingarmynd fjölskylduvirkni breyttist eftir þátttöku í meðferðarsamræðum. Stuðst var við hugmyndafræði Calgary fjölskylduhjúkrunarlíkansins sem byggir á því að veikindi séu viðfangsefni fjölskyldna og að þau snerti alla innan hennar.
    Rannsóknin byggði á megindlegri aðferð þar sem notað var aðlagað tilraunasnið. Þátttakendur voru 25 nánustu aðstandendur einstaklinga með heilabilun sem búa heima og 25 aðrir nánir aðstandendur sömu einstaklinga. Þeir svöruðu allir spurningalista um bakgrunnsþætti fjölskyldunnar og spurningalistum um upplifaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Tilraunahópurinn fékk íhlutun sem var meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing í eitt skipti. Þremur vikum seinna svöruðu allir þátttakendur stuðnings- og fjölskylduvirknilistunum aftur. Við gagnaúrvinnslu voru gerð ki-kvaðrat próf, Mann-Whitney U-próf og Kruskal Wallis.
    Meðferðin skilaði nánum (öðrum en nánustu) aðstandendum marktækt meiri upplifuðum stuðningi. Nánustu aðstandendur upplifðu ekki meiri stuðning. Þó voru vísbendingar um að samræðurnar hafi hreyft við þeim hópi. Aðrir nánir aðstandendur sem áttu ástvin sem greinst hafði með sjúkdóminn frá einu til fjórum árum fyrir rannsókn voru með betri fjölskylduvirkni en aðrir. Aðrir nánir aðstandendur leita lítið eftir upplýsingar um einkenni heilabilunar.
    Munur er á nánustu aðstandendum og öðrum nánum aðstandendum. Nánustu aðstandendur bera mesta ábyrgð á umönnuninni og eru oft einu óformlegu umönnunaraðilarnir. Gera má ráð fyrir að nánustu aðstandendum nægi ekki meðferðarsamræður í eitt skipti og að þeir þurfi meiri stuðning en aðrir nánir aðstandendur.
    Lykilorð: Heilabilun, fjölskylduhjúkrun, fjölskyldustuðningur og fjölskylduvirkni.

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
    Öldrunarfræðafélag Íslands
Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-verkefni_KGS.pdf1.49 MBOpinnPDFSkoða/Opna