ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9364

Titill

Viðhorf skólastjórnenda til starfa þroskaþjálfa í grunnskólum

Skilað
Júní 2011
Útdráttur

Fagstétt þroskaþjálfa hefur verið í mikill þróun samhliða breytingum á málefnum fatlaðs fólks. Í kjölfar þeirra breytinga hafa kröfur aukist á að skólarnir bjóði upp á nám fyrir alla og við það hefur opnast nýr starfsvettvangur þroskaþjálfa. Ritgerð þessi fjallar um viðhorf skólastjórnenda til starfa þroskaþjálfa í grunnskólum. Hún byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem framkvæmd var veturinn 2010-2011. Í eigindlegum rannsóknum er leitast við að skoða og skilja hlutina út frá félagslegu samhengi og upplifun þátttakenda út frá þeirra sjónarhorni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf skólastjórnenda til starfa þroskaþjálfa í grunnskólum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru fjórir skólastjórnendur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og var opnum viðtölum beitt til að fá þeirra sýn á hlutverk þroskaþjálfa innan grunnskólanna. Niðurstöður verkefnisins sýna að nám þroskaþjálfa hefur þróast í samræmi við þróun hugmyndafræðinnar sem snýr að fötluðu fólki og starfsvettvangi þroskaþjálfa. Sérstakri athygli var beint að störfum þroskaþjálfa í grunnskólum í þeim tilgangi að varpa ljósi á hlutverk þeirra á þessum tiltölulega nýja starfsvettvangi þroskaþjálfa. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ríkjandi eru jákvæð viðhorf til starfa þroskaþjálfa í skólum og að störf þeirra eru mikilvæg í skólum án aðgreiningar. Til að þroskaþjálfar geti tryggt börnum þá aðstoð sem þau þarfnast og stuðlað að námi við hæfi þarf að viðurkenna og lögvernda starf þeirra í grunnskólum.

Samþykkt
22.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Viðhorf skólastjór... .pdf425KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna