is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9371

Titill: 
  • Leikur barna : persónusköpun í hlutverkaleik
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er leikur barna og persónusköpun þeirra í hlutverkaleik. Rannsókn var gerð þar sem leitast var við að fá svör við eftirfarandi spurningum: Hvaða hlutverk velja 4 ára börn að leika í félagslegum hlutverkaleik? Er munur á vali kynjanna? Er munur á vali barnanna eftir því hvernig barnahópurinn er saman settur? Þær hugmyndir sem ég hafði um viðfangsefnið í upphafi voru þær að stelpur leika yfirleitt mömmuna, litla barnið og systurina og strákar pabbann og bróðurinn og að í raun væri enginn munur á hlutverkum stráka og stelpna og að ekki skipti máli hvort barnahópurinn væri blandaður eða kynjaskiptur.
    Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð og voru sex athuganir gerðar þar sem þrjár stelpur og þrír strákar léku sér, ýmist saman eða í sitt í hvoru lagi. Athuganirnar voru teknar upp á myndband og skoðaðar síðar til frekari glöggvunar. Niðurstöður sýndu að hlutverkaval beggja kynja var nokkuð fjölbreytt og töluverður munur var á vali stelpna og stráka. Strákar völdu frekar að leika ofurhetjur og stelpur frekar fjölskylduhlutverk. Litlu máli skipti hvort öll börnin léku sér saman eða hvort um kynjaskiptingu væri að ræða.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9371


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Elín Heiða.pdf723.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna