is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9381

Titill: 
  • Greining á vaxtarófi Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður leitast við að greina sambandið milli vaxta og tíma á Íslandi, þetta samband er nefnt vaxtaróf og er lýst í meginatriðum samfara því að grunnforsendur þess eru kannaðar. Farið er í kjölinn á kenningum sem eiga við um vaxtaróf eins og væntingakenningunni, seljanleikakenningunni, kenningunni um aðskilda markaði og heimamarkaðskenningunni. Kannað hvað liggur að baki þeim, þær skilgreindar og reynt að renna stoðum undir þær. Til þess að komast að hver þeirra kenninga sem áður voru taldar upp eiga við um vaxtarófið á Íslandi var skuldabréfamarkaður fyrir ríkisskuldabréf greindur út frá markaðseinkennum Íslands og dregin sú ályktun að kenningin um aðskilda markaði ætti við hér á landi. Í greiningunni var einnig stuðst við sístæðni próf, VAR-próf, ARCH próf, m-GARCH próf og venjulega aðfallsgreiningu (OLS-mat) til þess að renna styrkari stoðum undir hana. Helstu niðurstöður tölfræðiprófana voru þær að hreinu væntingakenningunni þar sem að reiknað var með raunhæfum væntingum einstaklinga var hvorki hægt að hafna eða staðfesta. Þrátt fyrir að í gögnunum um ávöxtun yfir tímabil hafi verið talsverð ARCH áhrif reyndist módelið þar sem dreifni yfir tíma breytist, ófært um að útskýra áhættuálag fyrir gagnaraðirnar og því var seljanleikakenningunni og heimamarkaðskenningunni hafnað. Módelið um aðskilda markaði var hinsvegar vænlegra, marktækar niðurstöður fengust úr tölfræðiprófunum sem gerð voru til að kanna sennileika aðskildra markaða og því styrkja tölfræðiprófin ályktunina um að kenningin um aðskilda markaði eigi við um vaxtarófið á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 22.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS vor2011.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna