ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9382

Titill

Falinn fjársjóður : efling tónlistarstarfs í leikskóla sem hefur sameinast við grunn- og tónlistarskóla

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Í ritgerðinni er fjallað um mikilvægi tónlistar fyrir börn í leikskóla og rannsókn sem gerð var meðal stjórnenda og tónlistarkennara í sameinuðum skóla. Sameinaðir voru fjórir skólar; tveir grunnskólar, tónlistarskóli og leikskóli. Viðtalsrannsókn var gerð í mars 2011. Tvö ár eru síðan skólarnir voru sameinaðir og reynsla stjórnendanna og kennaranna mislöng. Leitast var við að skoða hvort það fagmenntaða tónlistarfólk sem vinnur í tónlistar- eða grunnskóladeildum skólans gæti nýst í leikskóladeildinni líka þar sem nú eru þetta allt deildir innan sama skólans.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þrátt fyrir hindranir sem gætu staðið í vegi fyrir framkvæmdinni, eru tónmennta- og tónlistarkennarar almennt jákvæðir gagnvart því að kenna líka við leikskóladeildina. Þeim þætti það spennandi verkefni, áhugavert og krefjandi.

Samþykkt
22.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Falinn fjarsjodur_... .pdf320KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna