ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9395

Titill

Kennsla fornbókmennta í 8. - 10. bekk : fornbókmenntakennsla í Fjarðabyggð

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða stöðu fornbókmenntakennslu í Fjarðabyggð. Í því samhengi var skoðað vægi fornbókmennta samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, menntun kennara á þessu sviði, framboð fornbókmennta fyrir grunnskólann og hvernig heppilegt væri að haga kennslu slíks námsefnis.
Í Fjarðabyggð eru fimm grunnskólar og íslenskukennarar á unglingastigi eru tíu. Leitað var til allra kennaranna við gerð rannsóknarinnar, svör bárust frá átta en úr öllum skólunum fimm.
Niðurstöður sýna að vel er staðið að kennslu fornbókmennta við grunnskólana í Fjarðabyggð miðað við kröfur aðalnámskrár. Fornbókmenntir eru lesnar í öllum bekkjum á unglingastigi og kennararnir er áhugasamir um fornbókmennta¬kennslu.
Lífshættir unglingsnemenda nú á 21. öldinni eru um margt ólíkir lífsháttum jafnaldra þeirra á síðustu öld, en sú hræðsla manna að fornbókmenntirnar eigi erfiða lífdaga framundan með nýrri kynslóð virðist þó ástæðulaus.

Athugasemdir

Fornbókmenntakennsla. Fornbókmenntir. Kennsla á unglingastigi. Íslendingasögur. Íslenska. Íslenskukennsla. Riddarasögur. Goðsögur.

Samþykkt
22.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kennsla_fornbokmen... .pdf824KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna