ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9415

Titill

Námsefni um hollt fæðuval fyrir heilsueflandi framhaldsskóla

Skilað
Apríl 2011
Útdráttur

Námsefni um hollt fæðuval fyrir heilsueflandi framhaldsskóla er lokaverkefni okkar til B.Ed. prófs við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2011 en það samanstendur af námsefni um hollt fæðuval fyrir framhaldsskólanema ásamt greinargerð. Námsefnið er hluti af þróunarverkefni Lýðheilsustöðvar, sem ber heitið Heilsueflandi framhaldsskólar en verkefnið er innleitt í framhaldsskólana fyrir tilstuðlan Lýðheilsustöðvar.
Verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólar er tímabært þróunarverkefni fyrir samfélagið okkar þar sem íslenskar rannsóknir hafa sýnt að fæðuvali barna og unglinga er ábótavant, en næring er eitt af fjórum helstu viðfangsefnum Heilsueflandi framhaldsskóla. Landskönnun, sem gerð var á mataræði Íslendinga árið 2002, sýndi að ungt fólk á framhaldsskólaaldri ætti langt í land með að ná ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni. Mikilvægt er að tryggja þessum hópi góða fræðslu um hollt fæðuval og næringu þar sem rannsóknir sýna fylgni á milli þekkingar og fæðuvals. Þá er það ekki aðeins þekkingin sem skiptir máli því rannsóknir sýna að jákvætt viðhorf sé einnig mikilvægt. Með verkefni eins og Heilsueflandi framhaldsskólum er lögð áhersla á samþættingu fræðslu og uppbyggilegs umhverfis sem stuðla á að bættu aðgengi að hollum mat, jákvæðu viðhorfi og bættum neysluvenjum.
Við gerð námsefnisins var m.a. stuðst við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni, en þeim er ætlað að hjálpa fólki að velja fæði í samræmi við næringarþörf sína. Þegar útbúa á kennsluefni er mikilvægt að virkja sem flest skynfæri en því fleiri skynfæri sem við virkjum því áhrifaríkari verður kennslan. Því er æskilegt að hafa kennsluefnið fjölbreytt og blanda saman texta, spurningum, myndrænu efni og umræðum.

Samþykkt
22.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
glærur_guðrunogsvava.pdf2,03MBLokaður Fylgiskjöl PDF  
greinargerð_Guðrún... .. - Copy.pdf412KBOpinn Greinargerð PDF Skoða/Opna