is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9433

Titill: 
  • Fyrningarákvæði gjaldþrotalaga í ljósi breytinga sem voru gerðar á ákvæðinu með lögum nr. 142/2010
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um fyrningarákvæði 2. og 3. mgr. 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 í ljósi þeirra breytinga sem gerðar voru á ákvæðinu með lögum nr. 142/2010. Leitast er við að varpa ljósi á hvað felst í þeirri breytingu, hvaða áhrif henni var ætlað að hafa og hvaða áhrif hún hefur haft fram til þessa. Fjallað er um hvort breytingin samrýmist tilgangi gjaldþrotaskipta og hvort þörf hafi verið á svo róttækri breytingu. Einnig er varpað fram sjónarmiðum sem kann að verða litið til við mat á því hvort lög nr. 142/2010 standist eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 (stjskr.) en nokkur vafi kann að leika á því.
    Markmið laganna var að bæta réttarstöðu þrotamanna við gjaldþrotaskipti. Án efa hefur því markmiði verið náð. Þá virðist sem hinu nýja fyrningarákvæði hafi einnig verið ætlað að veita skuldugum einstaklingum úrræði til að endurskipuleggja fjármál sín en það markmið samrýmist ekki tilgangi gjaldþrotaskipta. Hið nýja fyrningarákvæði virðist þó hvorki hafa leitt til þess að einstaklingar krefjist gjaldþrotaskipta á búum sínum í auknum mæli né að færri leiti greiðsluaðlögunar hjá umboðsmanni skuldara. Á hinn bóginn leiða gjaldþrotaskipti nú til þess að kröfuhafar missa réttindi sín fyrr en ella. Kröfuhafar kunna því að nýta önnur úrræði á borð við fjárnám í auknum mæli til að gæta hagsmuna sinna.
    Ekki verður ráðið af fyrirliggjandi tölum yfir fjölda gjaldþrotaskipta frá árinu 2003-2011 að brýn nauðsyn hafi staðið til þess að ákvæðinu yrði breytt með svo róttækum hætti en engin aukning hefur orðið á gjaldþrotaskiptum frá árinu 2008 og tiltölulega fáir einstaklingar verða gjaldþrota á hverju ári. Þá má ráða af skrifum fræðimanna að löggjafanum hefur verið talið heimilt að vissum skilyrðum uppfylltum að setja fyrningarlög sem hafa afturvirk áhrif án þess að í bága fari við 72. gr. stjskr.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses the obsolescence provision of Article 165 (2) and (3) of laws regarding insolvency no. 21/1991 in light of the changes made to the provision with laws no. 142/2010. It will be examined what this change entails, its desired impact and its impact thus far. The change itself will be scrutinized, in particular its conformity with the stated purpose of insolvency restructuring and moreover, whether such a fundamental change was in fact necessary. Points of view, likely to be influential when analysing if laws no. 142/2010 uphold Article 72 of the Icelandic Constitution no. 33/1944, will also be considered.
    The reasoning behind the legislation rested upon a desire to improve the legal status of debtors during insolvency. Apparently, the new obsolescence provision was also intended to give indebted individuals new resorts to re-structure their finance. However, it is clear that such an ambition is inconsistent with the purpose of insolvency. Furthermore, it appears as if the amendment has neither led to an increase in voluntary insolvency nor a decrease in those seeking debt adjustment through the Debtor's Ombudsman. Moreover, insolvency now means that creditors lose their rights sooner than previously. Thus, creditors will rather use other means, such as distrainment, in order to protect their interests and recover their claims.
    Given the numbers of insolvencies between 2003 and 2011, it is hard to conclude that such a fundamental change to the provision was, in fact, necessary. There has been no marked increase in insolvency since 2008 and only a small number of individuals declare bankruptcy each year. Additionally, scholarly debate has shown that by large, the legislator has been thought to be allowed to – given some provisions – initiate obsolescence laws, with retrospective effect, without being in breach to Article 72 of the Constitution.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð -um fyrningarákvæði gjaldþrotalaga Helga Bryndís Björnsdóttir 2011.pdf682.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna