is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/943

Titill: 
  • Umhverfið og leikskólinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umhverfið og leikskólinn er heiti á eftirfarandi lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri 2004. Í verkefninu er fjallað um umhverfismennt, mikilvægi hennar í leikskólastarfi og hvort hægt sé að vinna með markvissum hætti með náttúruupplifun í þeim tilgangi að auka umhverfisvitund barna í leikskólum. Verkefnið skiptist í tvo hluta, fræðilegan hluta og svo hugmyndir að vinnu með börnunum.
    Í fyrri hluta verkefnisins eru nokkur hugtök skilgreind og farið yfir ýmsa þætti sem lúta að umhverfismennt. Þar má helst nefna upphaf hennar, uppeldismarkmið og siðfræði. Hugmyndir John Dewey um nám barna eru tíundaðar og greint frá megininntaki kenninga hans og hvaða áhrif þær hafa haft á leikskólakennara og leikskólastarf. Getið er um hvaða áherslur í umhverfismennt eru líklegastar til að skila árangri þegar til langtíma er litið. Einnig er fjallað um áherslur leikskólakennarans í náttúruupplifun leikskólabarna og hvernig vinna má með þroskaþætti barna úti í náttúrunni.
    Í seinni hlutanum eru settar fram hugmyndir að kennsluaðferðum sem nýta má í leikskólum í tengslum við árstíðaskipti, dýr og tré í umhverfinu. Sérstaklega er fjallað um Seltjarnarnes, heimabyggð höfundar, kynntir eru áhugaverðir staðir og settar fram hugmyndir að verkefnum sem hægt er að vinna á þessum stöðum.
    Í dag má segja að umhverfismennt sé mjög mikilvægur þáttur í almennu skólastarfi og til þess að börn læri að hugsa um umhverfi sitt er nauðsynlegt að byrja á að fræða þau strax í leikskóla. Þannig fá börnin að kynnast sjálfum sér og umhverfinu frá fyrstu tíð og læra jafnframt að bera virðingu fyrir sjálfu sér, öðrum lífverum og umhverfinu.

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umhvogleik.pdf385.19 kBOpinnUmhverfið og leikskólinn - heildPDFSkoða/Opna