is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9442

Titill: 
  • Um sérþekkingu dómara og sérfróða meðdómsmenn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar BA ritgerðar er að leiða í ljós hvenær helst sé þörf á sérfróðum meðdómsmönnum í einkamálum. Við lausn á þeirri spurningu nálgaðist höfundur viðfangsefnið frá tveimur ólíkum sjónarhornum sem bæði tengjast þó þeirri meginreglu, að dómari meti sjálfur atriði sem krefjist almennrar þekkingar, menntunar eða lagaþekkingar. Annars vegar var skoðað hvar skilin liggja á milli „hefðbundinnar“ þekkingar og reynslu héraðsdómara gagnvart þeirri „sérkunnáttu“ sem áskilin er í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en einnig hvers konar aðstæður í einkamálum gefa helst tilefni til þess að sérfróðir meðdómsmenn séu skipaðir í dóm. Leitt var í ljós að sérfróðra meðdómsmanna er einkum þörf þegar ágreiningur á milli málsaðila varðar málsatvik og málsástæður sem snerta sérfræðileg atriði eða sérfræðileg gögn sem lögð hafa verið fram fyrir dómi, enda dómari sjaldnast fær um að leysa úr tilfellum sem þessum á grundvelli almennrar þekkingar sinnar, menntunar eða lagaþekkingar. Hins vegar var skoðað hvar greina megi skilin á milli almennrar lagaþekkingar dómara og sérfræðiþekkingar í lögfræði á sérhæfðum réttarsviðum, en jafnframt hvort heimilt sé að skipa lögfræðinga til setu í dómi sem sérfróða meðdómsmenn. Loks var athugað hvort þörf sé á rýmkun á lagaheimild dómara til skipunar sérfróðra meðdómsmanna. Komist var að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 að skipa lögfræðinga til setu í dómi, eingöngu á þeim forsendum til að nýta lagalega þekkingu þeirra, en engu að síður tíðkist það nokkuð í framkvæmd. Í ljósi lagaþróunar síðustu ára og sívaxandi sérhæfingar innan lögfræðinnar var svo bent á, að ástæða geti verið til breytinga á reglum um sérfróða meðdómsmenn, svo heimilt sé samkvæmt réttarfarsreglum að skipa lögfræðinga til setu í dómi.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this is BA dissertation is to answer the following question: When are expert judges required in civil cases? The subject was approached from two different angles, both linked to the principle that arguments only requiring general knowledge, education or legal knowledge will be resolved by the presiding judge of a case. Therefore, the key role of expert judges is to bring to the bench some specialised knowledge which the presiding judge does not possess. The legal basis for expert judges is stipulated in Article 2(2) of the Civil Procedure Act of 91/1991. At first it was examined what kind of situation might indicate the need for expert judges on the bench. If a conflict beetween the parties, concerning the facts of the case, appears before the court or when there is a dispute oven an opinion by court-appointed expert or some other specialised evidence it would be an obligation for the presiding judge to call expert judges to the bench if he himself is not able to understand and review these facts, based on his general knowledge, education or legal knowledge. The experts who are called to the bench are normally two non-legal experts, with qualification or experience on other specialised field. Nevertheless, in implementation lawyers are being called up to the bench as expert judges based on Article 2(2) of the Civil Procedure Act to deal with specialised legal matters. According to the current legislative this implementation seems to be prohibited. Subsequently, it is suggested that the permission to call expert judges to the bench should be widened in order to making the court system well equipped to deal with specialised legal matters.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um sérþekkingu dómara og sérfróða meðdómsmenn - BA 2011.pdf486.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna