is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9446

Titill: 
  • Nettæling og barnaklám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er í meginatriðum að kanna hvort ákvæði íslenskra laga um kynferðisbrot veita fullnægjandi vernd gagnvart nettælingu og barnklámi. Gerð er grein fyrir þeirri háttsemi sem felst annars vegar í nettælingu og hins vegar í framleiðslu, dreifingu og vörslu barnakláms, en þessir verknaðir eiga það sameiginlegt að vera aðferðir brotamanna til að notfæra sér varnarleysi barna á vettvangi netsins. Þá er gerð grein fyrir ástæðum þess að netið er helsta verkfæri gerenda í þessum brotum ásamt því að lýsa hvaða tengsl eru milli nettælingar og barnakláms.
    Fjallað er um alþjóðlega sáttmála sem snerta vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðisofbeldi og athugað hversu ríka vernd samningarnir hafa að geyma gagnvart þessum brotum. Niðurstaðan er sú að þeir leggja ríka skyldu á herðar löggjafanum að tryggja börnum vernd gegn kynferðislegri misnotkun.
    Skýrt lagaákvæði um vernd barna gegn nettælingu er ekki að finna í íslenskri löggjöf en í 210. gr. hinna almennu hegningarlaga nr. 19/1940 er að finna ákvæði sem kveður á um vernd barna gegn barnaklámi. Ákvæði 202. og 210. gr. hegningarlaganna eru skoðuð með það að leiðarljósi hvort þau veita fullnægjandi vernd gagnvart nettælingu og barnaklámi. Athugunin leiddi í fyrsta lagi í ljós að nettæling verður ekki felld undir ákvæði 202. gr. með óyggjandi hætti. Í öðru lagi leiðir athugun á 210. gr. í ljós að þrátt fyrir að hámarksrefsing fyrir brot á ákvæðinu sé tveggja ára fangelsi ber dómaframkvæmd þess vitni að einstaklingar sem eru sakfelldir fyrir vörslu barnakláms hljóta mjög vægar refsingar. Taka mætti til athugunar að lögfesta ákvæði 20. og 23. gr. Evrópuráðssamnings um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegu ofbeldi í því skyni að veita börnum aukna refsivernd gegn þessum brotum.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to examine whether the provisions of Icelandic law on sexual crimes provide adequate protection against grooming and child pornography. An account is provided of the conduct involved both in grooming and in the production, distribution and possession of child pornography, but these offences are based on exploiting children´s vulnerability on the internet. An account is also provided for the reasons why the internet is the primary tool of paedophiles and the relationship between grooming and child pornography is described.
    International conventions concerning the protection of children against sexual abuse and sexual violence are addressed and the protection they entail are examined. The conclusion is that these conventions require that the member states ensure protection of children against sexual abuse.
    The conclusion of this thesis is that the Icelandic legislation does not provide a clear and definite provision concerning protection against grooming. However, article no. 210 of the Penal Code (Act 19/1940) contains a provision providing protection of children against child pornography. Articles no. 202 and 210 of the Penal Code were reviewed with the aim to determine whether they provide adequate protection against child pornography and grooming. Firstly, the review revealed that grooming will not be subsumed to article no. 202 conclusively. Secondly, although the maximum sentence for violation of article no. 210 is two years imprisonment, the procedure of execution shows that individuals who are convicted for possession of child pornography receive relatively mild sentences. Legalising provisions of articles no. 20 and 23 of the European convention on the protection of children against sexual exploitation and sexual abuse could lead to a greater protection against these violations.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA 2011 - Hrefna Þórsdóttir.pdf739.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna