is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9447

Titill: 
  • Manndráp af ásetningi skv. 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Áhrif ásetningsstigs á ákvörðun refsingar í manndrápsmálum.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna refsingar í manndrápsmálum með það að leiðarljósi að rannsaka hvort ásetningsstig hafi áhrif við ákvörðun refsingar í þeim málum. Til þess að leita svara við þeirri spurningu var gerð rannsókn á dómum Hæstaréttar frá árinu 2000 til byrjun árs 2011, þar sem sakfellt var fyrir 211. gr. eða 211. gr. sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um manndráp og tilraun til manndráps. Einnig var litið til þess hvort verknaðaraðferð hefði áhrif við ákvörðun refsingar í þessum sama brotaflokki.
    Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi fram á að ásetningsstigin skipta máli við ákvörðun refsingar og virðist vera tilhneiging til þess að ákvarða þyngri refsingu þegar efri ásetningsstig eiga við, það er að segja beinn ásetningur. Þá er vilji til afbrots einbeittur og styrkur. Einnig vegur það þyngra ef ákærði hefur undirbúið afbrotið fyrirfram, svo sem með því að festa kaup á áhaldi eða vopni sem hann hyggst nota við verknaðinn. Þá kom ennfremur í ljós að ekki virðist vega mjög þungt hver verknaðaraðferðin hefur verið, nema þegar litið er til þess hversu hrottafengin hún var, þá kann slíkt að leiða til refsiþyngingar.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð.pdf360.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna