is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9449

Titill: 
  • Er þörf á ákvæði í íslenska refsilöggjöf um handrukkun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort þörf sé á eiginlegu ákvæði í íslenska refsilöggjöf um háttsemi sem kölluð er handrukkun eða hvort núgildandi ákvæði, sem háttsemin er heimfærð undir, séu nægjanleg til að ná yfir háttsemina. Leiðin að markmiði ritgerðarinnar, og þar með svari við rannsóknarspurningunni, er fyrst og fremst athugun á því hvernig framkvæmdinni er háttað hér á landi og í nágrannalöndum okkar.
    Hugtakið handrukkun er ekki til í íslenskri refsilöggjöf en hugtakið var skilgreint í upphafi ritgerðarinnar sem innheimta skulda með hótunum um eða með beitingu ofbeldis. Þegar háttsemin er heimfærð til refsiákvæða eru nokkur ákvæði almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem koma til greina. Auðgunarbrotakafli hegningarlaga kemur fyrstur til skoðunar og er auðgunartilgangur handrukkunar ástæða þess. Helst eru það tvö ákvæði auðgunarbrotakaflans sem tilgreina þær verknaðaraðferður sem talið er að falli undir hugtakið handrukkun. Það eru fjárkúgunarákvæði hegningarlaga, sbr. 251. gr. og ránsákvæði laganna, sbr. 252. gr. Öðrum ákvæðum hegningarlaga hefur verið beitt samhliða framangreindum ákvæðum þegar háttsemin er heimfærð til refsiákvæða. Sem dæmi má nefna að sé ofbeldið svo alvarlegt að það fari út fyrir þau mörk sem rúmast innan verknaðarlýsingar ránsákvæðis laganna, þá er 2. mgr. 218. gr. beitt samhliða ákvæðinu um rán. Einnig hefur ákvæði laganna um frelsissviptingu í ávinningsskyni, sbr. 2. mgr. 226. gr., verið beitt samhliða ákvæðunum. Loks verður gerð grein fyrir ákvæðum danskrar og norskrar refsilöggjafar sem svonefnd handrukkun er heimfærð undir og samanburður gerður við íslenskan rétt.
    Samantekt og niðurstöður ritgerðarinnar sýna að almenn hegningarlög hafa að geyma fullnægjandi ákvæði sem taka á öllum efnisþáttum handrukkunar, í þeim eru ákvæði sem taka til ofbeldis, hótana, frelsissviptingar, gertækis o.s.frv. Ásamt því svipar framkvæmdinni hér á landi mjög til þess sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Af þessu leiðir að ekki verður talið að knýjandi þörf sé á eiginlegu handrukkunarákvæði í refsilöggjöfina.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this thesis is to examine whether a specific clause in the Icelandic Penal Code, No. 19/1940, relating to illegal debt collection is needed or whether existing provisions are sufficient. The thesis seeks to address this topic by examining current praxis in Iceland and neighbouring countries.
    Though the Penal Code offers no definition of and makes no specific provision for illegal debt collection, the present thesis begins by defining the concept as the collection of debt by means of coercive threats or actual violence. When seeking to deal with such activities within the current Penal Code, there are several relevant clauses. One of them is the section of the Code that deals with crimes relating to financial gain, an almost invariable element in illegal debt collection. There are two articles which relate to activities classifiable as illegal debt collection: Article 251 concerning extortion and Article 252 concerning robbery. Other clauses have been used in conjunction with these articles. For example, if the violence is so serious that it goes beyond the normal boundaries of robbery then Article 218.2 has been used alongside Article 252. Article 226.2, about deprivation of another's liberty in pursuit of financial gain, has also been used in conjunction with the abovementioned articles. Finally, Danish and Norwegian legislation and praxis in respect of illegal debt collection are compared with equivalent Icelandic provision.
    The conclusion of this thesis confirms that the Penal Code offers adequate provisionss for dealing with all aspects of illegal debt collection. There are articles that address issues of violence, coercion, deprivation of liberty, etc. Moreover, in many respects Icelandic praxis matches that of neigbouring countries. The conclusion is therefore that there is no compelling need for a specific new clause in the Penal Code relating to illegal debt collection.

Samþykkt: 
  • 23.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-RITGERÐ_SKEMMAN.pdf495.96 kBOpinnLögfræði.PDFSkoða/Opna