ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9477

Titill

Fötlun, unglingar og unglingamenning

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

BA verkefni þetta er rannsóknarritgerð og byggir á heimildum. Markmið þess er að varpa annars vegar ljósi á mismunandi sjónarhorn á fötlun og hins vegar unglingsárin. Skoðað er hvernig þessar hugmyndir endurspeglast í lífi og reynslu fatlaðra unglinga. Sjónum verður beint að úrræðum sem í boði eru fyrir fatlaða unglinga hvað varðar nám og tómstundir. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvert er samspil fötlunar og unglingsára og á hvaða hátt birtist það í lífi og reynslu fatlaðra unglinga? Unglingsárin einkennast af miklum andlegum og líkamlegum breytingum og sjálfsskilningur unglinga mótast til dæmis af menningu, félagslegum tengslum og tómstundum. Á unglingsárum fjarlægjast einstaklingar fjölskyldur sínar, hætta að vera stöðugt undir eftirliti fullorðinna og sækjast meira eftir samveru við jafnaldra sína og vini. Þrátt fyrir að stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks hafi einkennst af hugmyndum um jöfn réttindi og þátttöku í samfélaginu í rúm 30 ár, eru enn mörg sérúrræði fyrir fatlaða unglinga hvað varðar skóla og tómstundir. Mörg sérúrræði eru undir eftirliti og eru ekki aldursskipt og það getur skert aðgengi unglinga að félagslegum tengslum og unglingamenningu. Það skipulag sem oft er í kringum fatlaða unglinga og þær hugmyndir að fatlaðir unglingar séu ósjálfbjarga og háðir fullorðnu aðstoðarfólki, getur skert aðgengi þeirra að hlutverki unglingsins sem sækist eftir auknu frjálsræði og sjálfstæði.

Athugasemdir

Rannsóknarritgerð

Samþykkt
24.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf645KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna