is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9483

Titill: 
  • Einelti og eineltisáætlanir. Aðkoma félagsþjónustu og barnaverndar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megin tilgangur þessarar rannsókanar var að skapa þekkingaryfirlit yfir stöðu eineltismála á Íslandi og hvernig brugðist hefur verið við einelti í grunnskólum á Íslandi undanfarin ár. Út frá niðurstöðunum var einnig athugað hver aðkoma félagsþjónustu sveitafélaga er að eineltismálum. Markmiðið var að komast að því hvort félagsþjónustan hafi einhverja skýra aðkomu að eineltismálum í grunnskólum. Einnig var markmiðið að fá yfirlit yfir það hvort, og þá hvernig, félagsráðgjafar koma að eineltismálum. Með rannsóknarspurningunum er því reynt að varpa ljósi á tíðni eineltis, hvert sé verksvið félagsþjónustu og barnaverndar í viðbrögðum og lausnum eineltismála innan grunnskólanna. Rannsóknaraðferðin fólst í greiningu á fyrirliggjandi gögnum um rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi og erlendis. Þetta var gert með því að skoða úttektir á eineltisáætlunum, bækur, skýrslur og ritgerðir sem skrifaðar hafa verið um einelti og úrræði gegn einelti á Íslandi. Einnig voru skoðaðar heimasíður 11 grunnskóla með tilliti til þess hvernig þeir kynna eineltisáætlanir sem þeir nota og hvernig þeir bregðast við einelti. Skoðaðar voru erlendar rannsóknir um mismunandi eineltisáætlanir og samanburð á þeim. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þekking á eineltismálum á Íslandi virðist vera góð og viðbragðsáætlanir skólanna, sérstaklega þeirra sem taka þátt í Olweusaverkefninu gegn einelti, eru í viðeigandi farvegi. Þeir skólar sem vinna ekki eftir þekktum verkefnum, heldur hafa búið til eigin viðbragðsáætlanir, byggja þær á fyrirliggjandi skilgreiningum á einelti og hafa umsjónarkennara í forgrunni sem helsta umsjónaraðila þegar einelti kemur upp í skólunum. Viðbragðsáætlanir þessara skóla virðast eingöngu felast í því að bregðast við þegar einelti kemur upp en minna um það að halda uppi forvörnum um eineltismál. Félagsþjónustan og barnaverndarnefndir virðast ekki hafa beint verksvið í viðbrögðum og lausnum eineltismála innan grunnskólanna heldur koma eineltismál í þeirra hendur sem önnur mál, svo sem barnaverndarmál, þegar þau eru orðin of erfið og skólarnir ráða ekki við þau lengur.

Samþykkt: 
  • 24.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einelti og eineltisáætlanir. aðkoma félagsþjónustu.pdf633.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna