is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9491

Titill: 
  • Hvernig er enskukennslu háttað í 1.-3. bekk grunnskóla? : könnun meðal kennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Kveikjan að þessu verkefni var að okkur lék forvitni á að vita hvort og hversu margir grunnskólar væru með enskukennslu í 1.-3. bekk og byrjuðu þannig áður en Aðalnámskrá grunnskóla segir að formleg enskukennsla eigi að hefjast en það er í 4. bekk. Við vildum í framhaldinu vita hvernig slík kennsla væri útfærð fyrir svo unga nemendur.
    Markmiðið með verkefninu er að kanna hvernig enskukennslu í 1.-3. bekk er háttað í þeim skólum þar sem hún er kennd.
    Að fengnu leyfi frá skólastjórnendum þeirra skóla sem kenna ensku í fyrstu þrem bekkjunum þá sendum við spurningakönnun á þá kennara sem sjá um enskukennsluna. Tilgangur könnunarinnar var að varpa ljósi á menntun kennara, kennsluhætti og viðhorf þeirra til kennslunnar.
    Niðurstöður könnunarinnar sýndu að kennarar eru yfirleitt samstiga með áherslur í kennslunni og miðast þær við markmið Aðalnámskrár. Hefðbundin bekkjarkennsla er ríkjandi fyrirkomulag í enskukennslunni. Athyglisvert er að sjá hversu margir grunnskólar hafa tekið upp enskukennslu í 1.-3. bekk þar sem það er ekki skylda heldur val.

Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig er enskukennslu háttað í 1.-.3 bekk grunnskóla?.pdf570.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna