ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9496

Titill

Stórþörungar: skimun eftir örveruhemjandi virkni og athugun á andoxunarhæfni

Útdráttur

Lífefnaleit úr sjávarlífverum hefur aukist mjög síðari ár og rannsóknum fjölgar þar sem gerð er grein fyrir virkni þeirra efnasambanda sem finna má í örverum, gróðri og öðrum lífverum í sjó. Í þörungum er að finna margskonar lífvirk efnasambönd. Sum hver eru áþekk þeim efnum sem finnast í landplöntum, önnur eru sérhæfðari enda umhverfið ólíkt. Varnir þörunga gegn sýklum í umhverfi þeirra eru taldar fólgnar í framleiðslu þeirra á efnum sem ýmist halda þeim í skefjum eða eru þeim eitraðar.
Í þessu verkefni er fjallað um þau lífvirku efnasambönd sem finna má í stórþörungum, farið yfir helstu efni sem einangruð hafa verið úr þeim, virkni þeirra og hvernig skimað er eftir þeim.
Skimað var eftir örveruhemjandi virkni methanol, ethyl acetate og acetone útdrátta klóþangs, hrossaþara og klapparþangs. Til prófanna voru notaðir stofnar þekktra sýkla í mönnum.
Auk þess var andoxunarhæfni útdráttanna könnuð með ljósgleypnimælingum þar sem notuð var aðferð sem byggir á afoxun DPPH.
Niðurstöður skimunar eftir örveruhemjandi virkni sýna að klóþang hafði vaxtarhemjandi áhrif á alla prófstofnana nema E. coli og acetone reyndist best til að draga út örveruhemjandi efni. Hrossaþari hamlaði vexti Candida albicans, E. coli og P.aeruginosa og þar var acetone útdráttur sömuleiðis áhrifaríkastur. Klapparþangið sýndi enga örveruhemjandi virkni.
Niðurstöður mælinga á andoxunarhæfni sýndu ekki fram á afoxun DPPH.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
27.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
HrönnHarðar-læst.pdf1,02MBLokaður  PDF