is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9505

Titill: 
  • „Við höfum sömu tilfinningar, þarfir og þrár" – lífssögurannsókn um kynverund þroskahamlaðra ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni verkefnisins var að rannsaka kynverund ungs fólks með þroskahömlun. Bakgrunnur verkefnisins er sá að þegar við höfundarnir vorum á þriðja misseri þroskaþjálfanámsins sóttum við námskeiðið Siðfræði og fagmennska. Þar vöknuðu upp ýmsa spurningar okkar, sem verðandi fagmanna, á hugtökunum siðgæði og skynsemi. Við skrifuðum ritgerð og kynntum okkur málefni seinfærra foreldra ítarlega. Við vinnslu verkefnisins vöknuðu upp spurningar hjá okkur um kynlíf og kynhegðun ungs fólks með þroskahömlun og hver viðhorfin og umræðan í samfélaginu væri almennt.
    Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á kynverund ungs fólks með þroskahömlun. Í verkefninu verður sjónum beint að sögum þeirra, upplifun þeirra á viðhorfum annarra og ástarsamböndum. Ásamt þessum þáttum verður fjallað um þá kynfræðslu sem þau telja sig hafa fengið og skilgreiningar þeirra á kynlífi. Í verkefninu er leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvert er birtingarform kynverundar hjá ungu fólki með þroskahömlun? Hvernig lítur ungt fólk með þroskahömlun á ástarsambönd? Hver er skilgreining ungs fólks með þroskahömlun á kynlífi? Þátttakendur rannsóknarinnar voru fjórir þroskahamlaðir einstaklingar á aldrinum 25-28 ára, tvær konur og tveir karlar. Í verkefninu var notast við eigindlega rannsóknaraðferð í formi opinna viðtala við fjóra einstaklinga. Við úrvinnslu viðtalanna voru skrifaðar lífssögur út frá reynslu þeirra í þeim tilgangi að rödd þeirra og sjónarmið kæmu fram.
    Helstu niðurstöður verkefnisins benda til þess að kynverund þroskahamlaðra einstaklinga sé í rauninni ekkert frábrugðin kynverund ófatlaðra einstaklinga. Viðmælendur í rannsókninni telja sig ekki vera neitt öðruvísi en aðrir einstaklingar á þessu sviði. Skilgreiningar þroskahamlaðra ungmenna á kynlífi eru misjafnar en voru álíka á meðal kynja. Áhugavert þætti okkur að fara með rannsóknina skrefinu lengra. Skoða frekar þætti tengda kynlífi og kynverund þroskahamlaðra ungmenna og taka viðtöl við fleiri einstaklinga og foreldra þeirra.

Samþykkt: 
  • 27.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA yfirfarin.pdf326.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kapa.pdf69.65 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Titilsida og baksida.pdf40.45 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna