ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9506

Titill

Umferð á norðanverðum Tröllaskaga : greining umferðar fyrir opnun Héðinsfjarðarganga

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A. gráðu í þjóðfélagsfærði í félagsvísindadeild (hug- og félagsvísindasvið) við Háskólann á Akureyri. Í þessari ritgerð er umferð um norðanverðan Tröllaskaga, fyrir opnun Héðinsfjarðarganga, greind með vegakönnun. Stöðvuð var umferð á tveimur stöðum á svæðinu, á Siglufjarðarvegi við Ketilás í Fljótum og á Ólafsfjarðarvegi milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur, sumardagana 2. og 4. júlí, og vetrardagana 29. og 31. október 2009. Markmið rannsóknarinnar var að greina umferð til og frá Fjallabyggð fyrir opnun Héðinsfjarðarganga. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á samfélagslegum, efnahagslegum og menningarlegum áhrifum Héðinsfjarðarganga. Helstu niðurstöður eru að Siglfirðingar virðast þrátt fyrir erfiðar samgöngur sækja meira til Eyjafjarðar en Skagafjarðar. Einnig sækja Siglfirðingar minna en Ólafsfirðingar út fyrir sveitarfélag sitt. Fjöldi ferðamanna yfir sumartímann er nokkuð mikill á svæðinu. Höfuðborgarbúar eru um 25% allra þeirra sem leið eiga um könnunarstaðina að
sumri til. Þegar borin eru saman gögnin úr vegakönnuninni og íbúakönnun sem gerð var á svæðinu á svipuðum tíma kemur í ljós að íbúar ofmeta ferðir sínar nánast undantekningarlaust. Þær
niðurstöður eru innlegg í aðferðafræðilega umræðu um rannsóknir á þessu sviði.

Samþykkt
27.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Umferd_a_Trollaskaga.pdf676KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna