ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9509

Titill

Félagslegur auður og myndun tengsla í framhaldsskólum á Akureyri

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Viðfangsefni þessa lokaverkefnis verður að skoða hvaða mismunandi eiginleikar eru til staðar í uppbyggingu kennslu og félagsstarfs í framhaldsskólunum tveimur á Akureyri sem stuðla að uppsöfnun félagslegs auðs og myndun tengsla. Veigamesti munurinn er að í öðrum þeirra er notast við bekkjarkerfi, þar sem lítil hreyfing er á nemendum milli kennslustunda og eingöngu boðið upp á bóknám en í hinum skólanum er áfangakerfi, þar sem mikil hreyfing er á nemendum milli kennslustunda, og mjög fjölbreytt námsframboð. Litið verður á þætti eins og félagsstarf, félagslífs, hefðir, sögu, tengslamyndum, traust, hjálpsemi og samvinnu innan skólanna. Magn tengsla verður athugað og reynt að ákvarða hvort þau séu sterk eða veik, samkvæmt skilgreiningum Granovetter og brúandi eða bindandi tengsl félagslegs auðs, samkvæmt skilgreiningum Putnam. Leitast var við að athuga hvort veik brúandi tengsl mynduðust þar sem áfangakerfi er notað og fjölbreytt námsumhverfi er til staðar sem myndi þá veita aðgengi að fólki með mismunandi kunnáttu. Það kom þó í ljóst að bekkjakerfið virtist vera mikilvægasta atriðið bæði fyrir myndun mismunandi og sterkari tengsla sem svo virðast leiða af sér meiri félagslegan auð fólginn í trausti, hjálpsemi og samvinnu. Einnig gætu hefðir, saga og stolt komið að gagni. Spurningalistar og eigindleg viðtöl voru notuð við öflun gagna.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
27.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
LOK_Heimildaskrá.pdf59,9KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
LOK_OMAR_ORN_KARLS... .pdf1,59MBLokaður Heildartexti PDF  
LOK_efnisyfirlit.pdf87,7KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Viðaukar.pdf1,07MBOpinn Viðauki PDF Skoða/Opna