is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/951

Titill: 
  • Taktu mér eins og ég er : heildtæk skólastefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heildtæk skólastefna hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og felur í sér að öll börn geti gengið í sinn hverfisskóla, óháð andlegu og líkamlegu atgervi. Tekið er mið af margbreytileikanum með því að bjóða upp á nám við hæfi hvers einstaklings. Þetta felur í sér að börn með fatlanir eru ekki bara með, heldur séu fullgildir og virkir þátttakendur í leikskólasamfélaginu. Hér er fjallað um hvernig leikskólinn getur á skilvirkan hátt tekið mið af þörfum og hæfileikum allra barna. Kynntar eru lítillega aðferðir sem gefast hafa vel í vinnu með getubreiða hópa og má þar nefna samvirkt nám,fjölgreindarkenningu Howards Gardners, atferlisathuganir, einstaklingsnámskrár og fleira.
    Í seinni hlutanum er sagt frá rannsókn sem gerð var til að varpa ljósi á viðhorf sjö leikskólakennara til þeirrar hugmyndafræði sem heildtæk skólastefna felur í sér. Allir leikskólakennararnir hafa reynslu af því að hafa börn með einhverskonar fötlun í sinni umsjón og var tilgangurinn að máta viðhorf þeirra við fræðin. Kom í ljós að sterkt teymi fólks sem er tilbúið til að takast á við þá ábyrgð sem felst í þessum orðum, nám við hæfi allra, og styðja hvert annað í vinnu með hvert einstakt tilfelli er grunnur að góðu og skilvirku starfi. Til þess að það takist þarf allt starfsfólk að vera tilbúið til að endurskoða vinnubrögð sín með þarfir hvers barns að leiðarljósi. Í rannsókninni kom fram að sá vilji er ekki alltaf til staðar þó greina megi viðhorfsbreytingar í rétta átt. Staðblær leikskólans hefur þar mikið að segja og eru stjórnendur leikskólans þá í lykilhlutverki. Skapa þarf styðjandi vinnuumhverfi fyrir leikskólakennara þar sem auðvelt er að leita eftir stuðningi og ráðgjöf. Í umræðukafla er svo reynt að skoða niðurstöðurnar með úrbætur í huga og eru þær meðal annars tengdar við þarfapíramída vinnusálfræðingsins Abrahams Maslows.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
taktumer.pdf805.8 kBTakmarkaðurTaktu mér eins og ég er - heildPDF
taktumer-e.pdf126.88 kBOpinnTaktu mér eins og ég er - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
taktumer-h.pdf131.8 kBOpinnTaktu mér eins og ég er - heimildaskráPDFSkoða/Opna
taktumer-u.pdf89.12 kBOpinnTaktu mér eins og ég er - útdrátturPDFSkoða/Opna