is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9530

Titill: 
  • Áhrif eldri systkina í vímuefnaneyslu unglinga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfengis- og vímuefnamisnotkun er algegnt vandamál samfélaga og litið er á vandamálið sem orsök margra ólíkra áhættuþátta. Unglingar verða auðveldlega fyrir áhrifum frá fólkinu í umhverfi sínu og samkvæmt félagsnámskenningum læra einstaklingar ekki einungis í gegnum eigin gjörðir heldur mynda þeir einnig hugmyndir og læra nýja hegðun með því að fylgjast með öðrum í gegnum ferli sem kallast herminám. Til þess að herminám eigi sér stað er æskilegt að fyrirmyndin sé hlý, færari áhorfandanum og búi yfir völdum og á unglingsárum velja einstaklingar sér fyrirmyndir sem eru á einhvern hátt líkar þeim sjálfum. Þessir eiginleikar gera eldri systkini að líklegum fyrirmyndum. Erlendar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum systkina í vímuefnaneyslu og á líkindum í hegðun almennt meðal systkina. Niðurstöður þeirra gefa til kynna að systkini unglinga getur verið sterkari áhrifavaldar en foreldrar og vinir og líkindi með systkinum má helst útskýra með samsömun í gegnum herminám. Rannsóknin byggir á gögnum íslenska hluta evrópsku vímuefnarannsóknarinnar (ESPAD). Þátttakendur voru 2619 nemendur í 10. bekk grunnskóla á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða vímuefnaneyslu unglinga í tengslum við vímuefnaneyslu eldri systkina þeirra. Niðurstöður sýndu marktæk tengsl á milli áfengisneyslu (χ2(4)=137,029; p <0,001), kannabisneyslu (χ2(1)=169,264; p <0,001) og neyslu á e-töflum (χ2(1)=245,419; p <0,001) eldri og yngri systkina. Niðurstöður gefa til kynna að vímuefnaneysla eldri systkina hefur áhrif og út frá þeim má álykta að vímuefnaneysla eldri systkina getur verið áhættuþáttur fyrir vímuefnaneyslu unglinga á Íslandi.

Athugasemdir: 
  • Rannsókn á vímuefnaneyslu unglinga í 10.bekk grunnskóla á Íslandi í tengslum við vímuefnaneyslu eldri systkina þeirra.
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. Ritgerð.pdf497.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna