is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9536

Titill: 
  • Eru börn og unglingar að þyngjast?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofþyngd og offita er vaxandi vandamál jafnt hjá börnum sem og fullorðnum og hún er orðin eitt stærsta heilbrigðisvandamál 21. aldar í hinum vestræna heimi. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að ofþyngd og offita hefur slæm áhrif á heilsu fólks bæði líkamlega og andlega og eru þeir einstaklingar sem eru að takast á við þetta jafnframt í auknum áhættuhópi fyrir ýmsa langvinna sjúkdóma. Nýlegar rannsóknir hafa verið gerðar til að athuga hvort að búseta hafi áhrif á þyngd einstaklinga og benda til að tengsl séu þarna á milli. Einstaklingar sem búa í dreifibýli séu í meiri áhættuhópi fyrir ofþyngd og offitu. Stuðst var við könnun sem gerð var árin 2006 og 2009/10 meðal 6, 8, og 10.bekkja í 161 grunnskólum á Íslandi. Markmið könnunarinnar var að skoða heilsu og lífskjör íslenskra skólabarna. Þátttakendur voru alls 11.813 grunnskólanemendur og bárust svör frá 87% þýðisins. Lokaúrtakið sem unnið var með voru 10.009 þátttakendur, eða 74% þýðisins. Mælitækið sem stuðst var við í þessari könnun var spurningarlisti úr rannsókninni heilsa og lífskjör skólanema 2009/10 (HBSC). Til samanburðar var einnig stuðst við niðurstöður sömu rannsóknar frá árinu 2006. Þar var stuðst við gögn um 9.690 einstaklinga, eða um 70% þeirra árganga. Spurningalistinn samanstóð af 89 spurningum er varða heilsu og lífskjör ungs fólks en stuðst var við ákveðnar spurningar úr spurningarlistanum við vinnslu þessarar rannsóknar. Í þessari rannsókn var einungis notast við gögn þeirra sem höfðu gildi á fjórum breytunum, kyn, bekkur, hæð og þyngd. Takmark rannsóknarinnar var að kanna tengsl milli kyns, aldurs og búsetu við þyngd. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að íslensk börn og unglingar séu ekki að þyngjast yfir heildina litið frá árunum 2006 til 2010. Helstu niðurstöður eru þær að hlutfall þeirra sem er í undirþyngd og eðlilegri þyngd hækkar á meðan hlutfall þeirra sem eru í ofþyngd og offitu lækkar. Þetta bendir til þess að þróunin er að breytast hér á landi og ekki eins margir sem flokkast í ofþyngd og offitu. Börn og unglingar eru með hæsta hlutfall ofþyngdar og offitu á landsbyggðinni en um leið er hæst hlutfall í eðlilegri þyngd á höfuðborgarsvæðinu. Hæst er hlutfall þeirra sem eru í undirþyngd á Austurlandi og höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_ LiljaBjörgR (PDF).pdf611.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna