ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9537

Titill

Líkamsmynd unglingsstúlkna

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Sjálfsmynd er vitund einstaklingsins um hver hann er og einnig grunnurinn að þeirri mynd sem aðrir hafa af honum. Líkamsmynd er einn þáttur sjálfsmyndar, hún felur í sér afstöðu og skynjun einstaklinga gagnvart sínum eigin líkama. Áhyggjur einstaklinga af líkamsmynd sinni fela í sér óánægju með eigin líkama, ofmat á framkomu, og/eða brenglaða mynd af líkama sínum. Í þessari rannsókn verður skoðað hvort að samband sé á milli líkamsþyngdarstuðuls (body mass index – BMI), lífsánægju, líkamsmyndar og afstöðu unglingsstúlkna til þess að fara í megrun. Gengið er út frá því að svo sé. Einnig verður skoðað hvort að þær hreyfi sig og borði eðlilega eða noti megrun til þess að létta sig og hvort það fari eftir því hvort þær séu í undirþyngd, eðlilegri þyngd, ofþyngd eða þjáist af offitu. Gengið er út frá því að stúlkur í eðlilegri þyngd hreyfi sig til þess að hafa stjórn á þyngd sinni.Til þess að leita svara við þessum tilgátum var notast við viðeigandi spurningar og svör úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir árið 2010. Einungis voru svör unglingsstúlknanna notuð við úrvinnslu gagnanna. Niðurstöður leiddu í ljós að lífsánægja, líkamsmynd, afstaða til þess að fara í megrun og hreyfing hafa tengsl við líkamsþyngdarstuðul unglingsstúlkna í 6., 8. og 10. bekk.
Lykilorð: Líkamsmynd, sjálfsmynd, líkamsþyngdarstuðull (BMI), unglingsstúlkur.

Samþykkt
28.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sjálfsmynd ungling... .pdf646KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna