is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/953

Titill: 
  • Tómstundir aldraðra í nútíð og framtíð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er um efri árin, ævilíkur, aldursbreytingar, viðhorf til aldraðra og helstu kenningar um öldrun. Megininntak ritgerðarinnar er að benda á mikilvægi tómstunda, sem ýmsir telja vera einn af þremur þýðingarmestu þáttum lífsins, hinir eru vinnan og símenntun eða endurmenntun. Það kemur fram í ritgerðinni að menn eru ekki á einu máli um upphaf tómstunda, en flestir eru sammála um að tómstundastörf og áhugamál séu manninum afar mikilvæg og stuðli að bættri andlegri og líkamlegri heilsu.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um árin eftir starfslok. Minnst er á aðdraganda að stofnun Félaga eldri borgara og starfsemi þeirra. Skipulögðu tómstunda- og félagsstarfi sveitarfélaga eru gerð skil, svo og tómstunda- og félagsstarfi á dvalar- og húkrunarheimilum og kannað hvaða starfsstéttir sinna þeim störfum. Að lokum er horft til framtíðar og varpað fram hugmynd um menningarhús eða fjölmenningarhús, sem gætu orðið miðstöð tómstunda- og félagsstarfs, nokkurs konar menningar- og fræðasetur með áherslu á að kynna menningu, líf og störf eldri kynslóðarinnar fyrir námshópum, með sérstakri áherslu á frumkvæði og þátttöku notenda í starfseminni í samvinnu við yfirstjórn.

Samþykkt: 
  • 14.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tomstundiraldradra.pdf336.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna