ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/954

Titill

Börn og tónlist : hefur tónlistarnám í leikskóla áhrif á áframhaldandi tónlistarnám barna?

Útdráttur

Eftirfarandi ritgerð, er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri á vormisseri 2004. Viðfangsefnið er að athuga hvort börn sem fengu markvissa tónlistarkennslu í leikskólanum Kópasteini og útskrifuðust þaðan fyrir tíu árum, hafi frekar lagt stund á einhverskonar tónlistarnám eftir leikskóladvölina, heldur en börn sem ekki fengu markvissa tónlistarkennslu í leikskóla.
Í verkefninu er greint frá hugmyndafræði tónlistaruppeldis. Þar er fjallað um tónlist og tónlistarkennslu út frá ýmsum hliðum, fjallað er um markmið með tónlistarkennslu og áhrif tónlistar á börn, þá er fjallað um erfðir og umhverfi, en umhverfið skiptir miklu máli í öllu námi, það hefur sýnt sig að hægt er að byrja ótrúlega snemma að kenna börnum tónlist. Greint er frá rannsóknum og sagt frá leikskólum sem leggja áherslu á tónlistarkennslu og hvernig hún er útfærð. Auk þess er fjallað um Edgar Willems, en hann setti fram kenningu um tónlistarkennslu fyrir börn og var hans aðferð notuð með börnunum á Kópasteini sem eru þátttakendur í rannsókninni. Því næst er skýrt frá aðferðafræðinni bak við rannsóknina. Lítið virðist hafa verið rannsakað um áhrif tónlistarkennslu í leikskóla á áframhaldandi tónlistarnám barna, auk þess sem lítið fannst af rannsóknum sem gætu tengst efninu.
Seinni hluti ritgerðarinnar er svo úrlausn rannsóknarinnar auk umfjöllunar um hana. Í rannsókninni kom fram að það er fylgni með tónlistarkennslu sem börn fengu í leikskóla og tónlistarnámi barna síðar á ævi þeirra. En það eru eflaust líka einhverjir ytri þættir, sem ég rannaskaði ekki sem geta skipt máli fyrir niðurstöðuna. Draga má þá ályktun að frekari rannsókna á áhrifum tónlistarnámi barna sé þörf. Engu að síður vekur rannsóknin spurningar um tónlistarkennslu í leikskólum sem vert er að skoða betur í framtíðinni.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
borntonlist-e.pdf84,1KBOpinn Börn og tónlist - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
borntonlist-h.pdf115KBOpinn Börn og tónlist - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
borntonlist-u.pdf88,0KBOpinn Börn og tónlist - útdráttur PDF Skoða/Opna
borntonlist.pdf606KBTakmarkaður Börn og tónlist - heild PDF