is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9551

Titill: 
  • „Að tala við börn um dauðann er að tala við þau um lífið“ : sorg og sorgarviðbrögð barna á leikskólaaldri, vegna andláts, og hlutverk leikskóla og leikskólakennara.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð, til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði, fjallar um sorg og sorgarviðbrögð barna á leikskólaaldri, frá fæðingu til sex ára aldurs, vegna andláts. Dauðinn er hluti af lífinu þá er hægt að gefa sér það að náinn aðili tengdur leikskólastarfi, svo sem starfsmaður eða barn innan skólans, falli frá. Fjallað er um hvað leikskólar og leikskólakennarar geta gert til að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra ásamt því að fræða þau um dauðann. Sérstök áherla er lögð á hugtökin sorg og missi. Ritgerðin skiptist í þrjá megin hluta:
    Fyrsti hluti fjallar um sorg og sorgarviðbrögð barna á leikskólaaldri. Sorg er eðlilegt viðbragð við missi og hluti af því sem takast þarf á við í lífinu. Skoðaðar eru nokkrar þroskakenningar og í kjölfarið er reynt að gera skilningi barna á dauðanum skil. Tilfinningar sem fylgja sorgarferlinu eru margslungnar og geta verið ólíkar eftir því hvernig hinn látni tengdist barninu. Sorgarviðbrögð barna geta verið margvísleg en þó hafa nokkrir fræðimenn útskýrt sorgarferli, sem greinst geta í nokkur stig með sameiginlegum einkennum sem búast má við að flestir gangi í gegnum í sorgarúrvinnslunni.
    Annar hluti fjallar um hvernig leikskólar geta aðstoðað börn og fjölskyldur þeirra í sorg, hvaða leiðir leikskólakennari getur nýtt sér og hvers konar samskipti leikskóla og leikskólakennara við heimili barnanna eru æskileg.
    Í þriðja hluta er lagalegt umhverfi leikskólanna skoðað með tilliti til þess hvernig það tekur á áföllum og sorg. Gerð er grein fyrir athugun á leikskólum sem heyra undir Akureyrarbæ. Skoðað var hvort upplýsingar um hugtök sem snúa að sorg og missi séu aðgengileg á heimasíðum þeirra. Einnig voru Aðalnámskrá leikskóla (1999) og drög að nýrri Aðalnámskrá leikskóla (2010) skoðaðar í sama tilgangi.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay, for B.Ed.-degree in Early Childhood Education, discusses grief and the grieving process of preschool children, from birth to six years old, when someone close to them dies. Death is a part of life so you can assume that an intimate person connected to the preschool, such as an employee or a child in the school, will pass away. What the prescool and early childhood educators can do to help children and their families and how the children can be taught about death. Special emphasis is put on the concepts of grief and loss. This essay is divided into three main parts:
    The first part focuses on the grief and grieving process of children in preschool. Grief is a normal reaction to loss, and part of what we need to face in life. Several developmental theories are viewed and following attempts to make sense of how children define death. Emotions that are accompanied by the grieving process are complex and may be related to how the deceased was associated with the child. Children’s grieving process may be various although some scholars have explained the grieving process as stages with common characteristics which have been assumed that most people go through when coping with loss.
    The second part deals with how the preschool can help children and their family coping with loss, what ways can the early childhood educator utilized, and what kind of communications is desirable between the preschool, early childhood educators and the children´s families.
    In the third part the legal environment is examined in terms of how it concerns on trauma and grief. A study was conducted where websites of preschools belonging to Akureyri were viewed and checked whether information related to grief and loss are available there. The Preschool National Curriculum (1999) and the draft of the new Preschool National Curriculum (2010) are examined for that same purpose.

Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9551


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
leikskolaborn_i_sorg.pdf534.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna