is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9557

Titill: 
  • Ungbarnaleikskólinn : hvað þarf til?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um ungbarnaleikskóla í íslensku samfélagi með áherslu á uppeldisstarfið. Til að skilja betur hvernig starfsemi ungbarnaleikskóla er háttað nú á tímum er mikilvægt að öðlast vitneskju um sögu uppeldisstofnana ungra barna í gegnum tíðina. Í ritgerðinni er leitast við að svara spurningunni: Hvað eru ungbarnaleikskólar og hvað felst í starfi þeirra? Þar sem lítið er til af rituðum heimildum, og til að fá betri sýn í þennan veruleika, þá voru tekin viðtöl við leikskólastjóra í tveim ungbarnaleikskólum á höfuðborgarsvæðinu og einnig er rætt við gamalreynda konu sem vann á vöggustofu á árum áður. Flestir ungbarnaleikskólar eru einkareknir með samning við sveitafélögin og stuttlega er gerð grein fyrir þeim þáttum sem þarf að huga að þegar opna á slíkan skóla.
    Fjallað er um mikilvægi tilfinningatengsla og þroskaferils barnsins meðal annars út frá uppeldiskenningum Erikson, Freud og Piaget. Einnig er gerð grein fyrir nokkrum rannsóknum sem tengjast tilfinningatengslum barna á unga aldri í þessu samhengi. Aðlögun er afar mikilvæg fyrir farsælt framhald skólagöngu barnsins, sem og samstarf við foreldra. Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að mörgu er að hyggja þegar kemur að skólagöngu yngstu barnanna og afar mikilvægt er að vanda mjög til verka.
    Í síðasta hluta ritgerðarinnar er sett fram áætlun um starfsemi ungbarnaleikskóla og leitast er við að draga fram þá grunnþætti sem leggja þarf áherslu á í uppeldisstarfi með yngstu börnunum. Ljóst er að mikil þörf er fyrir ungbarnaleikskóla og þeim mun eflaust fjölga á komandi árum. Megi þessi ritgerð verða dálítið innlegg í þá uppbyggingu, með þeirri fullvissu að framtíð ungbarnaleikskóla verið björt.

Athugasemdir: 
  • Athugasemdir er á ensku Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 28.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerðin pdf.pdf610.55 kBLokaðurHeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf96.19 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf158.95 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna