is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/956

Titill: 
  • Koldt blod : den gale professor
Titill: 
  • Den gale professor
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bókin Den gale professor er hluti af bókaflokknum Koldt blod sem samanstendur af spennandi skáldsögum eftir höfundinn Jørgen Jensen. Þetta eru lestrarbækur á dönsku og eru þær ætlaðar efstu bekkjum grunnskólans í dönsku. Bókin Den gale professor skiptist í fjórtán stutta kafla þar sem fylgst er með spítalavist aðalpersónunnar Tobiasar. Ekki er allt með felldu á spítalanum, herbergisfélagar Tobiasar taka að hverfa og eitthvað undarlegt er í gangi í fari starfsfólksins. Þetta er sannkölluð spennusaga sem heldur lesandanum við efnið frá upphafi til enda.
    Bókin Den gale professor er fyrst og fremst lestrarbók en til að brjóta upp kennsluna og gera dönskunám grunnskólanema skemmtilegra og árangursríkara var ákveðið að útbúa verkefnabók. Verkefnabókin skiptist í tvo hluta, þ.e.a.s. spurningahefti og verkefnahefti. Verkefnaheftið skiptist í 14 kafla þar sem innihald hvers kafla helst í hendur við kaflana í skáldsögunni sjálfri. Verkefnin reyna á færniþættina fjóra, þ.e. hlustun, tal, lestur, ritun og einnig er lögð áhersla á málfræði og orðaforða úr skáldsögunni.
    Spurningaheftið samanstendur af 14 köflum þar sem fjórar til ellefu spurningar eru lagðar til grundvallar fyrir hvern kafla úr bók. Nemendum er ætlað að svara spurningunum á tvenns konar hátt, þ.e. í rituðu máli og í formi teikninga. Gert er ráð fyrir því að nemendur lesi skáldsöguna heima, þ.e. einn kafla í einu og svari spurningunum í spurningaheftinu meðfram því. Þegar nemendur koma í kennslustund er farið yfir spurningarnar og að lokum er unnið í verkefnabók. Sérhver kafli er unninn á þennan hátt, þ.e. kafli lesinn, spurningum svarað í spurningahefti og verkefni unnin í verkefnabók.
    Ásamt þessum tveimur heftum fylgir handbók fyrir kennara. Í handbókinni er að finna útskýringar á verkefnum í hverjum kafla fyrir sig ásamt úrlausnum og hugmyndum á útfærslum verkefnanna. Verkefnin ættu að höfða til allra nemenda, þar sem finna má óhefðbundin verkefni sem reyna á skapandi hugsun ásamt öðrum verkefnum sem nemendur þekkja til og hafa
    vanist á sinni skólagöngu. Í þessum verkefnum er verið að þjálfa færniþættina fjóra hjá nemendum á áhugaverðan máta þar sem leitast er við að skapa fjölbreytni bæði í námi og kennslu.

Samþykkt: 
  • 17.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/956


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinager.pdf237.39 kBLokaðurGreinargerðPDF
Kennarahandb.pdf283.32 kBLokaðurKennarahandbók PDF
Verkefnahefti. Den gale professor.pdf706.69 kBLokaðurVerkefnahefti PDF
Spurningahefti. Den gale professor.pdf158.21 kBLokaðurSpurningaheftir PDF