ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9579

Titill

Sjálfsöryggi er forsenda velgengni : áhrif útivistar á sjálfsmynd lesblindra

Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um lesblindu, sjálfsmynd lesblindra og hvernig útivist getur haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd lesblindra einstaklinga. Rætt er um lesblindu, sjálfsmynd og útivist á fræðilegum nótum og skoðað hvort tengja megi þessa þrjá þætti saman þannig að niðurstaðan verði sú að útivist hafi góð áhrif á sjálfsmynd lesblindra einstaklinga. Markmið ritgerðarinnar er fyrst og fremst að sýna fram á að margir lesblindir einstaklingar glata trúnni á sjálfa sig og sjálfsmynd þeirra bíður hnekki þegar þeir greinast með lesblindu. Ætlunin er að athuga hvort styrkja megi sjálfsmynd og sjálfsöryggi þessara einstaklinga með útivist, ævintýranámi og útikennslu. Höfundur leitast við að vekja áhuga lesenda á öðrum úrræðum fyrir lesblinda en þeim sem venja er að beita í kennslustofunni. Verkefnið varpar ljósi á mikilvægi sterkrar sjálfsmyndar, fyrir lesblinda til að takast á við lesblinduna og önnur vandamál sem tengjast námi þeirra. Það er, að mati höfundar, mikilvægt að efla þessa þætti af því að sjálfsöryggi er forsenda velgengni og er talið að útivistin sé mjög góður vettvangur til að efla hana.
,,Það að fara úr sínu gamla umhverfi, tengjast öðrum manneskjum á nýjum forsendum, takast á við áður óþekkt öfl, finna styrk sinn og sjá sjálfan sig í nýju ljósi felur í sér breytingu og skapar eitthvað nýtt. Það er ólíklegt að nokkur komi samur úr slíkri reynsluför“ (Sigrún Júlíusdóttir, 2002; 9). Mér finnast þessi orð eiga mjög vel við sem upphafsorð ritgerðarinnar.

Samþykkt
28.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Rétt kápa 2011.pdf31,9KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
lokaverkefni med f... .pdf252KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna