is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9589

Titill: 
  • Þjóðsögur og gildi þeirra fyrir börn : kennsluverkefni um útilegumenn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaritgerð til 180 eininga B.Ed. prófs í grunnskólafræði við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er þjóðsögur með áherslu á útilegumannasögur. Útgangspunktur ritgerðarinnar er þjóðsagan um Fjalla-Eyvind. Skoðað er hvaða gildi þjóðsögur og ævintýri hafa fyrir börn og hvernig best er að miðla slíkum sögum til barna með tilliti til áhugasviðs og stöðu lestrarmála. Fjallað er um hvernig þjóðsögur miðla menningararfinum til barna og hvernig hægt er að nýta efni þeirra til kennslu um gamalt íslenskt handverk og handverksaðferðir.
    Þá er fjallað um hvernig nota má þjóðsögur, sérílagi útilegumannasögur við kennslu og er þemaverkefni sett fram í því sambandi. Þemaverkefnið er byggt á þremur sögum, þjóðsögunni um Fjalla-Eyvind, sögu Reynistaðarbræðra og Draugaslóð Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Umfjöllunarefnin gefa nemendum tækifæri til að ná tengingu við fortíðina og um leið að sjá að þjóðsögur eiga erindi við nútímann. Um þverfaglegt þemaverkefni er að ræða þar sem unnið er út frá fjölbreyttum markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir sjöunda bekk sem er aldurinn sem verkefnið tekur mið af. Því er námssálarfræði tólf til þrettán ára barna skoðuð sérstaklega með tilliti til þroska og hvaða erindi og gildi þjóðsögur hafa fyrir nemendur á þessum aldri. Tekið er tillit til þroska nemenda við val á kennsluaðferðum og vinnulagi þemaverkefnisins. Verkefnið hefur þjóðsögur að viðfangsefni en unnið er út frá bókmenntum, textílmennt, myndlist, tónlist og leiklist.
    Þörfin á að vekja áhuga og athygli barna og unglinga á þjóðsögum er brýn og gildi þjóðsagna fyrir börn er ótvírætt. Þjóðsögurnar miðla sögum af fólki og endurspegla gamla íslenska sagnahefð, þær miðla menningararfinum um leið og þær bjóða upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega möguleika við kennslu í grunnskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    This is a graduating thesis for a 180 credit B.Ed. degree in primary school studies from the Teachers’ Department at the University of Akureyri. It deals with folk tales with special emphasis on stories of Icelandic outlaws.
    The value of folk and fairy tales for children is examined and how best to communicate such stories to them having regard to their fields of interest and literary competence. I discuss how folk tales are an integral part of a child’s cultural heritage and how the subject matter of such stories may be used for keeping pupils informed about old Icelandic handicraft and skills.
    I also discuss how folk tales may be used in teaching, especially stories of Icelandic outlaws, and theme work is made use of in connection with this. The theme work project is based on three stories, that of the outlaw “Fjalla-Eyvindur”, the account of the death and discovery of the brothers from Reynistaður in the Skagafjörður area, who apparently died of exposure in the autumn of 1780 in central Iceland, and Kristín Helga Gunnarsdóttir’s Draugaslóð (“Trail of Ghosts”). What these stories deal with gives the pupils a chance to connect with our past and, at the same time they will see that our past is a part of our present.
    This is a multi-disciplinary project with work being carried out with varied objectives in mind and in accordance with instructions for primary school grade 7 as laid down by the National Curriculum Guides. The project has especially in mind the 12 to 13 year old pupils of Grade 7 and in this way educational psychology for children of that age, their relative maturity and how appropriate the stories and tales are for them. When choosing teaching methods and presenting the project I keep all this in mind and although the project is “folk tales”, it is worked at through literature, textile work, visual arts, music and drama.
    The need to arouse the interest and enthusiasm of children and teenagers in this field is imperative, and folk tales for young people are without question valuable. Folk tales are stories of people and they reflect upon our old Icelandic storytelling tradition as well as their communicating to us our cultural heritage. At the same time they offer many varied and interesting possibilities as regards teaching at primary schools in Iceland.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9589


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjóðsögur og gildi þeirra fyrir börn, kennsluverkefni um útilegumenn.pdf303.98 kBOpinnPDFSkoða/Opna