is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9590

Titill: 
  • Nemendur með dyslexíu og ADHD : snemmtæk íhlutun - leið til frekari námstækifæra.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð er fjallað um námsvanda barna með dyslexíu og ADHD og um gildi snemmtækrar íhlutunar og markviss viðbrögð við vanda þeirra í kennslu. Skoðuð eru þau frávik sem þessi börn eiga við að etja svo og sameiginlegu einkenni sem oft skarast hjá þessum hópi barna, en þau einkenni geta stafað af sömu taugafræðilegu vandamálum í heila. Auðvelt er að ruglast á þeim einkennum sem fylgja báðum röskunum (dyslexíu og ADHD) vegna þess hversu líkt birtingarform þeirra er. Ef þau úrræði sem eru fyrir hendi, eru nýtt frá byrjun grunnskólagöngu og jafnvel enn fyrr með þátttöku foreldra og fagfólks, getur það hjálpað börnum sem glíma við námserfiðleika og þroskafrávik eða raskanir sem til dæmis stjórna einbeitingu og hegðun (ADHD). Farið er í gegnumlestrarferlið, og einnig þau úrræði sem geta hjálpað börnum í átt til frekari námstækifæra.
    Margt bendir til þess að með snemmtækri íhlutun og viðeigandi greiningum geti börn fengið nauðsynlega aðstoð til að yfirstíga þær hindranir sem þessar raskanir valda. Samvinna milli heimilis, skóla og fagfólks sem hefur sérhæft sig í úrræðum fyrir þessa einstaklinga, skiptir einnig miklu máli.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9590


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_Bed__Inga_Dora.pdf2 MBOpinnPDFSkoða/Opna