ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9591

Titill

Líkamlegt atgervi bakvarða í íslenskum körfuknattleik

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2011
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar er að kanna tengsl líkamlegs atgervis bakvarða í körfuknattleik á Íslandi og tölfræðilegs framlags þeirra í leikjum hjá KKÍ (Körfuknatttleikssamband Íslands). Athugað er hvort fylgni sé á milli þessara þátta.
Rannsóknarspurningarnar sem lagðar voru fram eru hver er líkamleg afkastageta bakvarða í íslenskum körfuknattleik og er fylgni á milli líkamlegrar afkastagetu og árangurs í leikjum á vegum KKÍ? Með þessum rannsóknarspurningum eru eftirfarandi líkamlegir þættir skoðaðir, liðleiki, stökkkraftur, þol, hraði og líkamssamsetning.
Tilgáta rannsóknarinnar er; því betra sem líkamlegt ástand leikmanns er því betra framlagi nær hann á velli, þ.e.a.s. fleiri skoruð stig, fleiri tekinn fráköst, fleiri gefnar stoðsendingar og meiri tölfræðilegur árangur inn á velli en leikmanns í verra líkamlegu ástandi. Skoðað er hversu hátt leikmaður hoppar, hratt hann hleypur, hversu mikla fituprósentu hann hefur, hversu mikinn liðleika hann hefur og hversu mikið þol hann er með.
Þátttakendur í rannsókninni voru fimm bakverðir í körfuknattleik á Íslandi og voru þeir mældir einu sinni. Byrjað var að mæla hæð og þyngd og þar á eftir var líkamsamsetning mæld. Eftir það voru framkvæmdar uppstökksmælingar, sprettmælingar, liðleikamælingar og endað var á þolmælingu.
Niðurstöður sýndu að lítil fylgni var á milli afkastagetu bakvarða á Íslandi og framlagi í leik. Marktækni rannsóknarinnar er ekki mikið vegna þess hver úrtakið var lítið. Rannsakandi telur að tilgátan hefði staðist ef fleiri leikmenn hefðu mætt í mælingarnar.
Í framtíðinni er svo hægt að nýta þessi rannsóknargögn í áframhaldandi rannsóknir á framherjum eða miðherjum. Einnig er vonandi að þjálfarar kynni sér þau faglegu vinnubrögð sem notuð voru í þessari rannsókn til að mæla líkamlegt afgervi leikmanna sinna.

Samþykkt
29.6.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni í íþr... .pdf1,06MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna