is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/959

Titill: 
  • Umhverfið sem þriðji kennarinn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndafræðin, sem kennd hefur verið við smábæinn Reggio Emilia á Ítalíu, verður til umfjöllunar í ritgerðinni. Hún er hvorki uppeldisstefna né kenning heldur leikskólastarf sem er í sífelldri þróun að miklu leyti vegna áhuga leikskólakennara fyrir velferð barnsins og sífelldum tilraunum þeirra við að tengja fræðin við störf sín, skoða gamlar kenningar, endurskapa þær og aðlaga þær að sínu umhverfi. Í hugmyndafræðinni er talið að þrír kennarar komi að námi barnsins, barnið sjálft, leikskólakennarinn og umhverfið. Það er lagt mikið upp úr sjálfstæði barnsins og að það fái tækifæri til að rannsaka og vinna á sínum forsendum með aðstoð leikskólakennarans og umhverfisins. Samvinna uppeldis¬fræðinga sem vinna út frá hugmyndafræði Reggio Emilia og arkitekta hefur alið af sér nýjar hugmyndir um byggingarlag leikskóla og nýtingu á innra umhverfi hans þar sem hlúð er að samspili barns og umhverfis. Hönnun leikskóla krefst skapandi hugsunar, ekki bara hvað varðar uppeldisfræði og arkitektúr heldur líka félagslega-, menningarlega- og pólitíska þætti. Barnið á að geta lesið í umhverfi sitt með því að nota öll sín skynfæri, svo sem augu, eyru og nef og verður umhverfið að virka hvetjandi á sköpunargáfu barnsins og samskipti þess við aðra einstaklinga í rýminu. Umhverfið getur veitt barninu verkfæri til að greina og endurraða umhverfi sitt en þau geta verið: rými, ljós, litir, efniviður, hljóð og lykt. Þessi verkfæri geta stýrt og mótað skynjun barnsins og hafa, án efa, áhrif á skynjun, líðan og hegðun barnsins og þar með á lærdóms- og þroskaferil þess.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
umhv.pdf666.44 kBLokaðurUmhverfið sem þriðji kennarinn - heildPDF
umhv-e.pdf114.08 kBOpinnUmhverfið sem þriðji kennarinn - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
umhv-h.pdf146.51 kBOpinnUmhverfið sem þriðji kennarinn - heimildaskráPDFSkoða/Opna
umhv-u.pdf87.18 kBOpinnUmhverfið sem þriðji kennarinn - útdrátturPDFSkoða/Opna