is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9605

Titill: 
  • Nám í náttúrunni: fræðileg umfjöllun og hugmyndabanki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er víða að finna náttúruperlur sem ýta undir margs konar skynjun. Við notum skynjun okkar meðal annars til að hlusta, þefa, skoða, finna og skilja. Í útikennslu eru möguleikar náttúrunnar nýttir til náms. Þessi aðferð kallar á fjölbreytta skynjun hjá börnum. Þau læra meðal annars um náttúruna, hvernig hægt er að samtvinna nám í öðrum fögum við náttúruna og hvernig náttúran er notuð sem uppspretta náms. Börnin læra í náttúrunni með því að tengja við eigin reynslu og raunveruleikann. Lokaverkefni þessu er skipt í þrjá hluta, fyrsti hluti inniheldur fræðilega umfjöllun um útikennslu og grenndarkennslu. Einnig er fjallað um meginmarkmið í Aðalnámskrá grunnskóla og sagt frá mismunandi kennsluháttum í útikennslu. Í öðrum hluta verkefnisins er fjallað um grunnskólann á Flúðum í Hrunamannahreppi sem er meðal þeirra skóla hér á landi sem hafa tileinkað sér útikennslu í skólastarfi. Þessi hluti verkefnisins mun sýna dæmi um útikennslu í íslenskum skóla. Einnig voru tekin viðtöl við kennara og nemendur í Flúðaskóla til að fá sýn nemenda á útikennslu og fá umfjöllun kennara sem stýra útkennslu í þessum tiltekna skóla. Þriðji og síðasti hluti þessa verkefnis er hugmyndabanki sem inniheldur verkefni sem kennarar geta ýmist notað í kennslu, útfært á sinn eigin hátt eða notað sem kveikju að öðrum verkefnum. Verkefnin eru fengin héðan og þaðan og eru mjög fjölbreytt en mislöng. Má segja að sum verkefnin séu tilvalin til að nota sem kveikju að öðrum verkefnum. Í verkefninu er leitast við að sýna fram á mikilvægi útikennslu, hvernig hægt er að útfæra hana í kennslu og dæmi um hvernig útikennsla er nýtt í skóla hér á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nám í náttúrunni fræðileg umfjöllun og hugmyndabanki.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna