is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9606

Titill: 
  • Samskipti kennara og nemenda í grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er unnin sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri vorið 2011. Viðfangsefnið er samskipti kennara og nemenda í grunnskólum og meginmarkmið er að skoða hvers vegna það er mikilvægt að huga að þeim í tengslum við samskipti í skólastarfi. Viðfangsefnið er skoðað frá ólíkum sjónarhornum til að fá skýra yfirsýn. Meðal annars er skoðað hugtakið samskipti og hvaða þýðingu það hefur bæði í hinu hversdagslega lífi og fyrir skólastarf, hvað stjórnvöld segja til um samskipti kennara og nemenda í grunnskólum og skoðaðar eru nokkrar kenningar sem leggja áherslu á samskipti kennara og nemenda í tengslum við nám og kennslu. Kenningarnar leggja allar áherslu á mikilvægi félagslegri samskipta og það að nemendur læri í samvinnu við aðra. Einnig eru skoðaðar innlendar og erlendar rannsóknir á væntingum kennara og nemenda til samskipta þeirra á milli og hvaða máli samskiptahæfni skiptir í tengslum við skólastarf. Ritgerðin er heimildarvinna en að loknum fræðilegum kafla er niðurstöðukafli þar sem efnið er dregið saman og skoðað í heild og grein gerð fyrir niðurstöðum. Helstu niðurstöður eru þær að með því að huga að góðum samskiptum kennara og nemenda næst betri bekkjarbragur, nemendum bæði líður betur og þeir ná frekar tilætluðum námsmarkmiðum og skólinn nær að framfylgja ákvæðum aðalnámskrár um að undirbúa nemendur fyrir lífið.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper is written as a final project for a B.Ed. degree in Faculty of Humanities and Social Sciences at the University of Akureyri in the spring of 2011. The topic of the paper is communication between teachers and students in primary schools and the main objective is to examine why it is important to consider it in relation of communication in schools. The subject is viewed from different angles to get a clear perspective. Among others the concept of communication is viewed and what meaning it has both in the everyday life and school life, what the authorities say about communication between teachers and students in primary schools and a few theories that emphasize the interaction of teachers and students in relation to teaching and learning are examined. The theories put all emphasis on the importance of social interaction and that students learn in collaboration with others. There are also examined national and international researches on the expectations of teachers and students to communicate with each other and how important communicability is in relation to schooling. This paper is a reference project but at the end of the theoretical chapters there is a conclusion section where the content is pulled together and the whole paper and conclusions are summarized. The mainconclusion is that by looking at positive communications between teachers and students a better classroom atmosphere is obtained, students will feel better as well as achieve better according to desired learning objectives and the schools are closer to enforce the provisions of the national curriculum to prepare students for the life.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9606


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti kennara og nemenda í grunnskólum.pdf410.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna