is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/960

Titill: 
  • Rætur leikskólastarfs á Egilsstöðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Myndun Egilsstaða er sérstök vegna þess að Egilsstaðir eru ekki staðsettir við sjó og því er ekki þá björg að sækja þangað. Fólk flutti úr sveitunum og til þorpsins vegna þeirra breytinga sem urðu búsháttum í sveitum. Með aukinni tæknivæðingu í sveitum þurfti færri hendur til að vinna störfin. Á fyrri hluta 20 aldarinnar hófust þessar breytingar og fóru þær fyrst hægt af stað en hafa verið hraðari á síðari tímum.
    Með auknum íbúafjölda á Egilsstöðum komu auknar kröfur um ýmsa þjónustu. Sem dæmi má nefna heilsugæslu og verslun. Þannig jókst líka atvinnuþátttaka kvenna. Til þess að konur gætu stundað vinnu utan heimilis þá þurfti vera hægt að fá gæslu fyrir börnin og tók það langan tíma að setja á fót slíka starfsemi á Egilsstöðum, því seint gekk og erfiðlega að fá hreppsnefndina til að viðurkenna nauðsyn þess að opna barnaleikvöll og dagheimili.
    Því voru þær kvenfélagskonur í kvenfélaginu Bláklukku mikið búnar að berjast fyrir því að koma þessari þjónustu á. Stofnuðu þær því fyrsta barnaleikvöllinn á Egilsstöðum árið 1966. Þessi barnaleikvöllur varð mjög vinsæll og varð fljótt of lítill fyrir allt þorpið. Það var ekki fyrr en árið 1971 að hreppurinn tók við rekstri hans. Það sama var uppá teningnum er snýr að stofnun dagheimilis fyrir börnin. Konur sem unnu á heilsugæslunni stofnuðu fyrsta dagheimilið í Egilsstaðaþorpi fyrir börnin sín en þær vantaði gæslu fyrir þau.
    Þegar aðrir þorpsbúar létu í sér heyra að þá vantaði líka barnagæslu fyrir sín börn ákvað hreppurinn að koma inn í reksturinn og leigði húsnæði undir starfsemina árið 1975. Sú starfsemi sprengdi fljótt það húsnæði utan af sér og var þá tekin sú ákvörðun af hreppsnefnd Egilsstaða að byggja hús undir dagheimilið. Það hús var tekið í notkun árið 1979 og fékk nafnið Tjarnarland. Tjarnarland varð þó fljótt of lítið og byggt var við það 1989. Þá var Tjarnarland orðið þriggja deilda leikskóli. Tjarnarland varð svo að leigja húsnæði undir fjórðu deilina árið 1999. Starfsemi leikskólans Tjarnarlands tekur mið af hugmyndafræði Reggio Emilia þar eru í vistun 100 börn með misjafna vistunartíma og þar vinna 32 starfsmenn.

Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
raetur.pdf2.15 MBOpinnRætur leikskólastarfs á Egilsstöðum - heildPDFSkoða/Opna