is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9626

Titill: 
  • Ímynd Íslands og ímyndun. Markaðssetning menningararfsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þjóðarímyndir og ýmsar hliðar þeirra hafa ævinlega skipt miklu máli í samskiptum þjóða, þótt hugtakið yrði fyrst til fyrir fáum áratugum. Hér er ímynd Íslands og sjálfsmynd Íslendinga skoðuð; í fyrri hluta sú sjálfsmynd þjóðarinnar sem byggð var á goðsagnakenndri minningu horfinnar gullaldar upp úr aldamótunum 1900. Aðrar þjóðir höfðu viðurkennt rétt Íslendinga til sjálfstæðis, ekki síst vegna handritanna, sem voru það menningarlega auðmagn, sem hinar norrænu þjóðirnar viðurkenndu. Íslenskan, líkust upprunalegu tungumáli Norðurlandanna, er einnig menningararfur sem skapar sérstöðu. Frá því um miðbik síðustu aldar var margt reynt til þess að upphefja Ísland og Íslendinga, bæði innanlands og utan. Algengt var til dæmis að heyra eða lesa í fréttum, að landsmenn væru á heimsmælikvarða í hinu og þessu – og síðan var bætt við: Miðað við höfðatölu.
    Í seinni hlutanum er greind sú orðræða um ímynd Íslands sem farið var að markaðssetja hér heima og erlendis áratuginn fyrir hrun og sú þjóðarsjálfsmynd sem var ríkjandi fram að efnahags- og ímyndarhruni á haustmánuðum 2008. Þetta var hugmyndin um yfirburðaþjóðina, sem hefði lítið sem ekkert til annarra að sækja, sökum eðlislægra yfirburða okkar sjálfra. Þessar hugmyndir um sérstöðu og ágæti Íslendinga voru áberandi í „góðærinu“ og náðu vissu hámarki með „bezt-í-heimi“ orðræðunni, sem margir muna eftir. Einnig í þessum yfirburðahugmyndum voru tengslin við forna tíma skýr - þær byggðu á meintri víkingafortíð, sem íslenski kynstofninn byggi að. Þessi orðræða kann að verka spaugileg nú, í ljósi þeirra „anni horribiles“ sem liðin eru, en á þessum árum átti yfirburðatrúin eflaust sinn þátt í því hve móttökuskilyrði fyrir gagnrýni voru slæm og að ekki var brugðist við fyrr en löngu eftir að það var orðið of seint. Fyrir utan að reifa skrif ýmissa fræðimanna, skoða ég ræður forseta Íslands, Ímyndarskýrslu forsætisráðuneytis og Rannsóknarskýrslu Alþingis. Einnig lít ég á markaðssetningu á meintu lauslæti íslenskra kvenna og erlenda umfjöllun í aðdraganda hruns. Þessar birtingarmyndir skoða ég í dagblöðum, tímaritum, á netinu og í bloggum, en þeir miðlar eru valdir vegna þess að þeir endurspegla líðandi stund hvers tíma.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ím isl.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Einungis heimilt að lesa af skjá, en hvorki prenta né afrita.