is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9627

Titill: 
  • Heilsuvefur.is : styrktaræfingar og heilsupistlar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heilsa og hreyfing fyrir almenning er okkur báðum mjög hugleikið efni og hófum við nám í Íþrótta- og heilsufræðum vegna þess. Þegar við vorum að íhuga hverskonar lokaverkefni við ættum að taka að okkur fannst okkur því tilvalið að gera eitthvað sem gæti sýnt fram á heilsubætandi áhrif styrktaræfinga og gæti aukið hreyfingu almennings í landinu. Megin verkefni okkar felst þannig í heimasíðu sem kallast „Heilsuvefur.is“. Heilsuvefur er heimasíða sem kemur með hugmyndir að styrktaræfingum, en vefurinn inniheldur einnig fullt af upplýsingum í formi greina sem fjalla m.a. um þau jákvæðu áhrif sem styrktaræfingar hafa á t.d. þunglyndi, beinþynningu, blóðþrýsting o.fl. Hugmyndin með heimasíðunni er að almenningur sem hefur ákveðið að byrja að hreyfa sig getur notað síðuna til að fá hugmyndir að því hvernig má hefja styrktaræfingar. Við leggjum mestu áhersluna á styrktaræfingar og hvernig hægt er að nota þær til að bæta heilsu vegna þess að við höfum mikinn áhuga á því sviði. Á síðunni má nálgast æfingabanka með yfir 150 myndböndum af styrktaræfingum, útskýringar og anatómíu myndir af styrktaræfingum með lóðum og í tækjum. Einnig má sjá 15 vídeó af boltaæfingum með útskýringum og anatómíu myndum af boltaæfingum sem styrkja djúpa vöðva í búk sem eru mikilvægir fyrir jafnvægi líkamans. Að lokum má finna fróðleiksbanka með greinum um hreyfingu og heilsu. Í framtíðinni ætlum við síðan að bæta inn matarráðleggingum, æfingaáætlanir og öðrum hjálpartækjum fyrir almenning. Hægt er að sjá vefsíðuna á eftirfarandi vefslóð: www.heilsuvefur.is
    Ekki hefur styrktarþjálfun einungis góð áhrif á styrk og vöðvauppbyggingu fólks heldur getur hún minnkað þunglyndi, hjálpað til við þyngdarstjórnun, aukið beinmassa og minnkað líkur á beinþynningu og beinbrotum vegna hennar, lækkað blóðþrýsting, aukið insúlínnæmi hjá einstaklingum með áunna sykursýki og hjálpað til við endurhæfingu einstaklinga með mjóbaksvandamál. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt ágæti styrktaræfinga einmitt vegna þessara atriða og mæla með að einstaklingar stunda styrktarþjálfunar ásamt þolþjálfun.

Athugasemdir: 
  • Heimasíða með yfir 150 styrktaræfingar og ýmis fróðleik um jákvæðar afleiðingar þeirra á bæði andlega og líkamlega heilsu.
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilsuvefur.pdf340.26 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna