is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9628

Titill: 
  • Rýnt í Gunnlaug Scheving í grunnskóla : listferill, áherslur og kennslumöguleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gunnlaugur Scheving ólst lengst af upp á Seyðisfirði. Hann fór snemma að hafa mikinn áhuga á málaralistinni og flutti til Reykjavíkur til að leita sér þekkingar á því sviði, m.a. hjá listmálaranum Guðmundi Thorsteinssyni (Mugg) og Einari Jónssyni myndhöggvara. Gunnlaugur var ætíð mjög virkur listamaður og er gríðarlegur fjöldi verka eftir hann til marks um það. Í list sinni leitaði hann aðallega eftir myndefni til sjávar og sveita og þá meðal annars í minningar hans um æskustöðvarnar. Þá má segja að með Gunnlaugi hafi Ísland eignast sinn sögumálara þar sem verk hans segja þeim sem í þau rýna ákveðna sögu, um ástand fyrri tíma á Íslandi, mikilvægi og lífsnauðsyn hins vinnandi manns ásamt vísunum í gamlar þjóðsögur okkar Íslendinga.
    Tilvalið er að nýta list Gunnlaugs í myndmenntakennslu í grunnskólum hvort sem fjallað er um sögur verka, myndefni þeirra, stílbrögð eða aðferðir.

Samþykkt: 
  • 29.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Melissaritgerð.pdf662.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
aftaná titilsíðu.pdf50.65 kBOpinnPDFSkoða/Opna